Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1946 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð?

Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Um þetta er fjallað almennt í svari sama höfundar við spurningunni Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? en hér lýst fjórum atburðum sem ge...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?

Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert var hægt að keyra árið 1918?

Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?

Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?

Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins. Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?

Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?

Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum. Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skja...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru vötn á tunglinu?

Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?

Hæsta fjall sólkerfisins er að finna á Mars og nefnist það Olympus Mons eða Ólympsfjall. Ólympsfjall er eldfjall sem er um 3 sinnum hærra en Everestfjall eða 25 km hátt. Mars er aðeins um helmingur af stærð jarðar en þar eru samt nokkur eldfjöll sem eru mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu el...

category-iconLögfræði

Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?

Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin?

Það er fullmikið sagt að fólk trúi því að storkurinn komi með börnin. Hér er um að ræða hefðbundna hugmynd sem stundum er haldið að börnum þegar fullorðnir nenna ekki að lýsa í smáatriðum hvernig börnin verða til. Sumir eru líka haldnir þeirri hugmynd að eitthvað sé óviðurkvæmilegt við samfarir karla og kvenna og ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?

SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?

Fáar skepnur eru eins algengar í goðsögum, sögnum, þjóðsögum og ævintýrum og drekar. Drekinn er á táknrænan hátt náskyldur slöngunni eða orminum, enda var gríska orðið drakon, sem enska heitið er dregið af, upphaflega notað um hvers kyns sæskrímsli. Drekinn er alþjóðlegt tákn og getur bæði vísað í hið góða og hið ...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmynd?

Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?

Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...

Fleiri niðurstöður