Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?

Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hj...

category-iconStærðfræði

Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?

Margir hugsa um stærðfræði sem safn af verkfærum, það er aðferðum, aðgerðum og formúlum, sem hver á við sitt tilvik. Aðalatriðið sé að þekkja þessi verkfæri vel og muna hvert þeirra á við hvað. Þessir þættir stærðfræðinnar eru þó aðeins hluti af heildarmyndinni. Stærðfræðin snýst fyrst og fremst um hugsun, það ...

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...

category-iconHugvísindi

Hver gaf Íslandi það nafn?

Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum. Í fornöld, líklega einhvern tíma á árunum 330 til 320 f. Kr., sigldi gríski landkönnuður Pýþeas frá Massalíu og norður til Bretlandseyja. Í heimildum kemur fram að eftir að hann kom þangað hafi hann siglt í sex daga í norður og komið þá að landi sem var umlukið hafís. Nefn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hvaða tegund er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?Hundar eru allir af sömu tegund eins og fram kemur í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? og þess vegna er réttar...

category-iconBókmenntir og listir

Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?

Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig tímasetja palolo-ormar hrygningu?

Palolo-ormar eru tegundir burstaorma (polychete) innan ættarinnar Eunicidae. Fullorðnir palolo-ormar eru allt að 40 cm á lengd. Þeir eru með liðskiptan líkama og á hverjum lið er útlimur eða bursti eins og áberandi greinótt tálkn. Á höfði dýranna eru áberandi skynangar. Karldýrin eru yfirleitt rauðbrún að lit en k...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast maður af kláðamaur?

Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...

category-iconNæringarfræði

Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?

Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...

Fleiri niðurstöður