Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4309 svör fundust
Af hverju setjast dropar utan á glas þegar köldu vatni er hellt í það?
Upprunalega spurningin var: Af hverju verður glas blautt (rakt) að utan þegar kalt vatn er sett í það? Andrúmsloftið er að langmestu leyti köfnunarefni og súrefni en önnur efni finnast þar líka, þar á meðal vatnssameindir. Þetta vatn ferðast um heiminn, gufar upp, myndar ský, fellur svo til jarðar sem rigni...
Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?
Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...
Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?
Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna. Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. ...
Hvar er Fjallið eina?
Fjallið eina er ekki aðeins nafn á einu fjalli eins og ætla mætti, heldur þremur, ef fjöll skyldi kalla. Þau eru þessi: Móbergshnjúkur (223 m) skammt vestan við Krýsuvíkurveg, norður af Sveifluhálsi í Gullbringusýslu, fyrir sunnan eða suðvestan Óbrinnishólabruna (Landið þitt I:200). (Mynd í Ólafur Þorvaldsson,...
Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?
Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...
Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?
Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...
Hvenær var orðið gjálífi fyrst notað og hver er uppruni orðsins?
Orðið gjálífi ‘léttúðugt líferni’ þekktist þegar í fornu máli til dæmis í Stjórn, Maríu sögu og Heilagra manna sögum. Í fornmálsorðabókum er vísað í myndina gjólífi í sömu merkingu, nafnorðið gjó ‘léttúð, lausung’ og nafnorðið gjómaður ‘léttúðugur maður’ og virðist sú mynd eldri. Orðið gjálífi ‘léttúðugt lífer...
Til hvers eru moskur og hvernig líta þær út?
Moskur eru fyrst og fremst bænahús. Þar fara venjulega ekki fram þær trúarlegu athafnir sem tíðkast í kristnum kirkjum, til dæmis brúðkaup og skírnir, en moskur gegna þó mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þær eru oft miðpunktur staðbundinna samfélaga og kringum þær eru reistir skólar, spítalar og verslanir, svo ei...
Hver er munurinn á kúptu og hvelfdu falli, það er að segja hvernig snúa þau?
Til þess að allir viti hvað um er rætt skulum við líta á skilgreininguna á kúptum og hvelfdum föllum. Látum I vera bil í rauntölunum og f vera fall frá I í rauntölurnar. Þá er f sagt vera kúpt ef um öll x og y í I gildir að \[f(tx+(1-t)y)\leq tf(x)+(1-t)f(y)\] fyrir öll t milli 0 og 1. Kúpt fall á bili ásamt pu...
Hvers vegna er kolum brennt í kísilverum og hvaða efnahvörf verða þá?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna er kolum brennt í kísilverum? Hvaða efnahvörf verða? Gengur kolefnið í þeim í samband við kísilinn? Er þá einhver losun á CO2? Kísilver eru hluti þess sem við nefnum orkufrekan iðnað á Íslandi. Tvö kísilver hafa verið reist á Íslandi á undanförnum árum gagngert til ...
Hvað eru litir?
Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...
Er gagnlegt að eyða COVID-veirunni með því að úða fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum og víðar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Vinna sótthreinsunarefni með fjórgildum efnasamböndum á COVID-veirunni? Þá er ég að hugsa um hvort það sé gagnlegt að úða þoku með fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum, heilsurækt, og matsal. Ég er látin gera þetta en efast mikið um gagnsemi gegn COVID-19. (Þetta er n...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?
Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...
Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...