Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1371 svör fundust
Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?
Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...
Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?
Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðju...
Hvað eru pólskipti?
Með orðinu pólskipti er oft átt við það þegar segulskaut jarðar flytjast á milli hinna landfræðilegu skauta hennar. Jörðin er nokkurnveginn kúlulaga, og er geisli (radíus) hennar um 6400 km. Innri hluti hennar, með geislann um 3500 km, er að mestu úr bráðnu efni. Með samanburði við samsetningu loftsteina er lík...
Hvað gæti gerst ef strókur gammablossa beindist að jörðinni?
Áhugavert er að skoða hver áhrif gammablossa í Vetrarbrautinni gætu orðið ef strókurinn beindist að jörðinni en slíkt var fyrst ígrundað árið 1995. Ef gert er ráð fyrir meðalblossa í 10.000 ljósára fjarlægð þá myndi aflþéttleiki hans á yfirborði jarðarinnar jafngilda aflþéttleika kjarnorkusprengingarinnar í Hirosh...
Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?
Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...
Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...
Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...
Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil? Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvó...
Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni og saga gallabuxnanna? Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar ...
Af hverju velja ferðamenn Ísland?
Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mjög ört undanfarin ár. Nú er svo komið að árið 2016 munu um ein og hálf milljón gesta koma til landsins. Það er þreföldun á aðeins fimm árum, árið 2011 voru gestir um hálf milljón. Nokkrir samverkandi þættir stuðla að þessari aukningu. Árið 2010 fékk landið eina bestu kynnin...
Hvaða rannsóknir stundar Þórdís Ingadóttir?
Þórdís Ingadóttir er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þjóðaréttur og mannréttindi. Þórdís hefur meðal annars rannsakað náið innleiðingu alþjóðasamninga í íslenskan rétt, og þá helst á sviði mannréttinda og alþjóðlegs refsiréttar. Hún hefur einnig rannsakað alþjóðalög fyrir landsdóm...
Voru einhverjar konur að semja tónlist á 17. öld?
Það þótti sæma konum fyrr á öldum að kunna sitthvað fyrir sér í tónlist, en ætíð innan ákveðinna marka. Í karllægum heimi fengu þær yfirleitt litla hvatningu til tónsmíða eða annarra skapandi starfa. Þó tókst nokkrum ítölskum kventónskáldum að sinna hugðarefnum sínum á fyrri hluta 17. aldar og nutu þær virðingar f...
Af hverju höggva spætur í tré?
Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu o...
Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?
Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...
Hvað eru til margar veirur í heiminum?
Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér fjölda veira frekar en fjölda veirutegunda. Það veit auðvitað enginn hversu margar veirur finnast á jörðinni en hins vegar er hægt að áætla fjölda þeirra með ýmsum aðferðum. Ein ágiskun er sú að í lífhvolfi jarðar, það er í lofti, láði og legi, sé fjöldi veira um 1031....