Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 731 svör fundust
Hvernig bregst líkaminn við súrefnisskorti í mikilli hæð?
Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíðaiðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metrar yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi...
Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?
Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...
Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?
Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...
Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19? Og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyri...
Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...
Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?
Þegar veiran SARS-CoV-2 fjölgar sér og breiðist út safnast upp stökkbreytingar í erfðaefni hennar. Hver veira á aðeins einn forföður, en einn smitandi einstaklingur getur smitað engan, einn eða fleiri manns. Með því að raðgreina erfðaefni úr sýni tiltekins einstaklings er hægt að finna út hvaða grein ættartrésins ...
Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?
Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...
Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...
Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?
Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall. Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin ...
Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar?
Upprunalega spurningin frá Sif hljóðaði svo:Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar og er möguleiki að þær komi til með að leysa líffæra- og vefjaígræðslu af hólmi í framtíðinni? Hér er einnig svarað spurningu Rúnars Arnar:Hvernig miðar stofnfrumurannsóknum um heim allan? Rannsóknum á stofnfrumum hef...
Er hægt að klóna apa?
Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...
Hvaða sérfræðingum á að treysta í málefnum sem tengjast COVID-19?
Sérfræðingar gegna tveimur mikilvægum hlutverkum í COVID-19-faraldrinum. Í fyrsta lagi aðstoða þeir stjórnvöld við stefnumótun og í öðru lagi sjá þeir um að upplýsa almenning og byggja upp traust. En þá vaknar mikilvæg spurning: hverjir eru þessir sérfræðingar? Hverjir eiga að aðstoða stjórnvöld við stefnumótun og...
Hvað er apabóla?
Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...