Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig varð fyrsta efnið til úr engu? (fyrst það var ekkert í byrjun)
Þessi spurning er auðvitað ekki auðveld viðureignar. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að "ekkert" hafi verið í byrjun þó að við vitum kannski ekkert um það. Í öðru lagi getur efni orðið til úr "engu", það er að segja að efni getur orðið til þar sem ekkert efni var fyrir. En til þess þarf hins vegar orku og þannig ...
Hvað er maður lengi að ferðast til Andrómedu ef maður ekur á 60 km hraða á klukkustund?
Hér á spyrjandi líklega við vetrarbrautina Andrómedu en ekki stjörnumerkið. Andrómedavetrarbrautin er í um tveggja milljón ljósára fjarlægð. Það þýðir að ljósið frá henni er 2.000.000 ár að ná til jarðar, vitanlega á ljóshraða. Ljóshraðinn er um 300.000 km á sekúndu. Það jafngildir 9.460.800.000.000 km á ári...
Mun Snæfellsjökull gjósa og ef svo er, er hægt að reikna út hvenær það verður?
Allar líkur eru á því að Snæfellsjökull gjósi en við vitum ekki hvenær það verður. Megineldstöðin Snæfellsjökull hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum. Ævilengd slíkra eldstöðva er um milljón ár. Sjaldgæft er að eldstöðvar gjósi eins og Hekla með reglulegu millibili. Stundum líða nokkrar vikur mi...
Er alltaf rétt að nota "mundi" og "myndi" á sama hátt?
Spyrjandi tekur tvö dæmi: "Ég mundi gera það ef...""Ég myndi gera það ef..." Sögnin munu, sem er hjálparsögn í íslensku, er í þátíð mundi. Hjálparsögnin er notuð í samsettri beygingu sagnar. Vaninn hefur verið að tala þar um framtíð og skildagatíð. Skildagatíðin er sett saman af hjálparsögn í þátíð og nafnhætt...
Af hverju er gras og laufblöð græn og maís gulur?
Við sjáum liti þegar efni eða yfirborð draga í sig ákveðnar bylgjulengdir af sólarljósinu, sem samsett er úr öllu litrófinu. Þannig endurvarpast aðeins ljósbylgjur með ákveðna bylgjulengd og við sjáum liti. Grasið og laufblöðin drekka í sig allt ljós nema það sem fellur undir græna hluta litrófsins og þess vegna e...
Er til tíð í íslensku sem heitir skildagatíð?
Lengi vel voru tíðir í íslensku taldar átta en málfræðingar telja tíðir nú aðeins tvær, nútíð og þátíð. Til þess að tákna eitthvað sem hefur gerst eða mun gerast er notuð samsett sagnbeyging með hjálparsögnunum hafa og munu. Í eldri málfræðibókum var skildagatíð talin sérstök tíðbeygingarmynd. Um er að ræða or...
Fá dýr í dýragörðum eldaðan mat?
Svarið við þessari spurningu er nei. Dýr í dýragörðum fá ekki eldaðan mat enda er ekki neinn tilgangur með því að að elda ofan í þau. Kjötætur sem haldið er í dýragörðum fá matinn sinn hráann enda er þeim eiginlegt að neyta hrás fæðis. Það sama á við um önnur dýr. Ekki er víst hvernig þetta tígrisdýr tæki því a...
Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'?
Orðasambandið núll og nix er líklega ekki gamalt í málinu. Eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Morgunblaðinu frá 1971. Orðasambandið var ekki tekið með í Íslenska orðabók frá 1983 en er komið inn í útgáfuna frá 2002. Merkingin er ‘alls ekki neitt’ en einnig er orðasambandið notað um atkvæðalítinn m...
Hvað getir þið sagt mér um nykur?
Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og...
Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?
Þótt Kanaríeyjar séu úti fyrir norðvesturströnd Afríku þá tilheyra þær Spáni. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Evran er gjaldmiðill Spánar eins og flestra annarra landa innan bandalagsins og þar með er hún líka gjaldmiðill Kanaríeyja. Framhlið 20 evru seðils. Hægt er að skoða gengi e...
Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?
Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu. Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. H...
Hvers konar róða er í orðinu róðukross?
Orðið róða hefur fleiri en eina merkingu. Í eldra máli var það notað sem samheiti yfir róðukross en það var einnig notað um kross almennt. Orðið merkir einnig ‘dýrlingsmynd’. Karlkynsmyndin róði merkti í eldra máli annars vegar ‘kross’ og hins vegar ‘dýrlingsmynd’. Róðukross hefur einnig fleiri en eina merking...
Hver er uppruni íslenska orðsins "óðfluga" og hver er hugsunin á bak við það?
Orðið óðfluga er notað sem óbeygjanlegt lýsingarorð og sem atviksorð. Merkingin er 'mjög hraður; mjög hratt'. Fyrri liðurinn óð- er dregin af lýsingarorðinu óður í merkingunni 'hraður, tíður' og er notaður í herðandi merkingu. Sem dæmi mætti nefna óðfara 'sem fer hratt', óðlyndur 'fljóthuga, ákafur' og óðviðri 'mi...
Gáta: Lágvaxinn maður í blokk
Lágvaxinn maður býr á 10. hæð í blokk. Þegar hann kemur heim úr vinnunni tekur hann alltaf lyftuna upp á 9. hæð nema þegar rignir. Þá fer hann alla leið upp á 10. hæð með lyftunni. Hvernig stendur á því? Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netfang. Svar við gátunni verður svo birt í næstu viku, ásam...
Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?
Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...