Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 760 svör fundust
Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?
Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...
Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hvar á jörðinni er hægt að sjá miðnætursól?
Miðnætursól (e. midnight sun) er þegar sólin er á lofti á miðnætti samkvæmt sólartíma, það er að segja þegar hún er lægst. Með öðrum orðum sest sólin þá ekki í að minnsta kosti sólarhring. Þetta getur gerst bæði mjög norðarlega og mjög sunnarlega á jörðinni, þegar sumar er á viðkomandi stað. Umræða um þetta og ski...
Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...
Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?
Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...
Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?
Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...
Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?
Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...
Hvert var hlutverk hinnar svokölluðu „joy division“ hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni?
Með spurningunni er væntanlega átt við konur sem voru kynlífsþrælar og þóknuðust nasistum og öðrum í fangabúðum með grimmdarlegum og þaulskipulögðum hætti. Rétt er að taka fram að heitið „joy division“ var aldrei notað á þeim tíma og er seinna tíma slangur. Hljómsveitin Þegar maður sér nafnið „joy division“ ...
Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?
Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...
Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?
Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...
Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...
Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...
Hvernig er dýralífið í Bretlandi?
Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...
Af hverju telja vísindamenn að hægt sé að búa til bóluefni við COVID-19 þegar enn hefur ekki tekist að gera bóluefni við HIV?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn og aðrir sig geta búið til bóluefni fyrir COVID-19 sem er veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund til mannskepnunnar, á svo stuttum tíma þegar það er ekki til bóluefni fyrir HIV sem er einnig veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund ti...