Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1375 svör fundust
Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?
Heimili landsins nota raforku til að knýja hin ýmsu tæki en einnig til lýsingar innan- og utanhúss. Síðan má ekki gleyma því að um 8-9% heimila nota raforku til húshitunar. Á Vísindavefnum er fróðleg grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann kallar Orkumenning og orkusaga. Þar fjallar hann meðal annars um hve...
Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?
Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raunverulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann. Þetta þýðir að í dæminu sem hér er spurt um samsvarar 1 cm...
Hvernig verkar bandaríska skólakerfið og hvaða einkunnakerfi er notað?
Bandaríska skólakerfið er á margan hátt byggt öðru vísu upp en hið íslenska. Erfitt er að gera nákvæma grein fyrir því þar sem töluverður munur er á útfærslu milli mismunandi ríkja innan Bandaríkjanna. Þó má lýsa kerfinu í grófum dráttum miðað við það sem algengast er. Skólaganga í Bandaríkjunum hefst yfirleitt...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?
Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...
Hvað er langt þangað til jörðin eyðist?
Það er mjög langt þangað til að sólin okkar mun þenjast út og gleypa jörðina. Það mun gerast eftir um það bil 8 milljarða ára sem er tæplega helmingi lengri tími en aldur jarðarinnar er nú (4,6 milljarðar ára). Hún er sem sagt ekki ennþá komin á miðjan aldur. Hægt er að lesa um þróun sólstjarna í svari við spur...
Hvað eru miklar líkur á því að sólin springi innan 50 ára?
Við þorum að fullyrða að það séu varla neinar líkur á því að sólin okkar muni springa innan 50 ára. Sólin á eftir að eyða jörðinni þegar hún þenst út og gleypir hana, en það gerist ekki fyrr en eftir um 8 milljarða ára. Það er mun lengri tími en aldur jarðarinnar sem er 4,6 milljarða ára. Um sólstjörnur er h...
Hvað merkir orðið bóhem?
Orðið bóhem er tökuorð, komið í íslensku úr dönsku boheme og merkir ‘léttúðarmaður, lausingi, maður sem telur sig ekki bundinn af hefðbundnum reglum’. Í dönsku er það tekið að láni úr frönsku bohème í merkingunni ‘sígauni’. Upphaflega var átt við mann frá Bæheimi en þaðan kom fjöldi sígauna til Vestur-Evrópu....
Hvenær er höfuðdagur?
Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...
Hvað voru mammútar þungir?
Vísindamenn hafa greint að minnsta kosti 14 tegundir loðfíla eða mammúta. Flestar þessara tegunda voru áþekkar asíska fílnum (Elephantus maximus) að stærð, um 2,5-4 m á herðakamb, en nokkru þyngri en sá asíski eða 6-8 tonn. Lesa má meira um asíska fílinn í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt m...
Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?
Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...
Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?
Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...
Hvaða ár kom fyrsta bókin út?
Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar. Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið...
Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvort á að gefa börnum sem eru vaxa léttmjólk eða nýmjólk? Stutta og laggóða útgáfan: Samkvæmt íslenskum ráðleggingum ætti að gefa börnum frá tveggja ára aldri léttmjólk og/eða aðrar mjólkurvörur sem eru fituminni en nýmjólk. Áður en spurningunni er svarað í leng...
„Hvenær kemst ég í þennan skóla?“
Háskólalestin heimsótti Bolungarvík 10. og 11. maí 2019 og seinni daginn var haldin vísindaveisla í félagsheimili staðarins. Þar gátu gestir og gangandi meðal annars leitað að fornleifum, gert ýmsar tilraunir, leikið sér með ljós og rafmagn og leyst fjölmargar þrautir. Óhætt er að segja að hinn 11 ára Oliwier M. U...