Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1459 svör fundust
Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?
Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...
Hversu gamalt er orðið forseti?
Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...
Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?
Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...
Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?
Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...
Eru stöðuvötn á Títan?
Menn hafði lengi grunað að á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, væri að finna höf eða að minnsta kosti stöðuvötn. Strax við komuna til Satúrnusar sýndu ratsjármyndir Cassini-geimfarsins og loftmyndir Huygens-lendingarfarsins, greinileg merki um að einhvers konar vökvi hefði runnið um ísilagt yfirborð Títans. Aftur...
Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu testósteron. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár ...
Hver voru systkini Seifs?
Seifur var yngstur sex systkina. Hin fimm voru Hera kona Seifs en hún var drottning himinsins og verndari hjónabandsins og kvenna, Póseidon sem var sjávarguð Grikkja, Hades guð undirheima, Demetra gyðja akuryrkju og móðurgyðja Grikkja og Hestía sem var heimilisgyðja en hún var lítið dýrkuð í Grikklandi. Seifur o...
Hvaðan kemur orðið dýflissa?
Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...
Hvað er usli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...
Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?
Rauðsmárinn (Trifolium pratense) er fjölær belgjurt af ertublómaætt. Venjan er að skipta fjölæringum í tvennt: trjákennda fjölæringa, sem eru tré og runnar, og jurtkennda fjölæringa. Jurtkenndir fjölæringar eru plöntur sem mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins veg...
Hvað er stríðsglæpamaður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður? Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna v...
Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst? Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur ...
Hvers konar steintegund er kléberg?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Steintegundinn kléberg, er til einhver skýring eða hvernig steintegund er það? Í grein sinni „Kléberg á Íslandi“ (1951) segir Kristján Eldjárn að orðið kléberg sé ekki lifandi í íslensku og komi ekki heldur fyrir í fornritum. Ekkert sérstakt heiti hafi þessi steintegund í t...
Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?
Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...
Hvað merkir aðventa?
Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...