Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2642 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er bannað að ljúga á Alþingi?

Til þess að geta svarað þessari spurningu þarf fyrst að skoða hvað það þýðir að eitthvað sé „bannað“. Lög geta innihaldið bannreglur, það er reglur sem banna einhverja háttsemi, jafnvel að viðlagðri refsingu. Slíkar reglur geta því leitt til þess að ákveðin háttsemi telst bönnuð. En lög eru ekki það eina sem ba...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur Hulk hoppað út í geim?

Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram...

category-iconEfnafræði

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2] Merki Bræðralags múslíma. Al-Banna fæddist ár...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...

category-iconLífvísindi: almennt

Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?

Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?

Iguana-eðlur tilheyra eðluættinni Iguanidae sem telur alls 13 tegundir. Hefð er fyrir því í Ameríku að nota iguana-nafnið einungis fyrir stærri meðlimi þessarar ættar . Iguana-eðlur eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og er talið að þær finnist á um 3% heimila þar í landi! Ein tegund er öðrum vinsælli, en það er...

category-iconSálfræði

Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?

Margir hafa spurt um svipað efni. Aðrir spyrjendur eru: Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, Daði, Kristín Ólafsdóttir, f. 1989, Davíð Hrafnsson, Marinó M. Magnússon, Gunnar Pálmason, Ási, f. 1987, Helga Einarsdóttir, Nicholas O'Keeffe, Ragnar Jón Hrólfsson, Steinar Ólafsson, f. 1988, Oddný Rósa, f. 1987, Eydís Arna Sig...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju lifa hettumávsungar?

Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...

category-iconLandafræði

Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um ýmis fyrirbæri á jörðinni og stærðarröð þeirra, til dæmis hver eru hæstu fjöll í heimi, í Evrópu eða í hverri heimsálfu, hver eru stærstu stöðuvötn heims, stærstu jöklar, lengstu ár, stærstu eða fjölmennustu lönd og svona mætti lengi telja. Sumum þessara spurninga hefur þe...

category-iconFélagsvísindi

Eru til kvenkyns raðmorðingjar?

Afbrotafræðingar skilgreina raðmorðinga (e. serial killer) sem einstakling sem framið hefur þrjú manndráp eða fleiri í þremur eða fleiri aðgreindum skiptum. Til eru ólíkar tegundir raðmorðingja. Algengasta tegundin er sá sem haldinn er kvalalosta eða ofríki á háu stigi. Aileen Wuornos myrti sjö karla og hlaut da...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?

Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Það er þó vert að skoða aðeins nánar af hverju. Fíll og svín eru í fyrsta lagi ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að teljast báðar til spendýra eru þetta afar fjarskyldar tegundir með ólíka líkamsbyggingu og innri starfsemi. Tegundir eru meðal annars skilgreindar sem hópur e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?

Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna f...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?

Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...

category-iconFélagsvísindi

Skapa peningar hamingju?

Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...

Fleiri niðurstöður