Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1760 svör fundust
Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?
Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...
Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?
Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi: Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík? Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bret...
Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?
Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...
Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?
Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...
Mega krakkar á Íslandi stofna stjórnmálaflokk?
Á Íslandi, eins og í flestum öðrum löndum, ríkir svokallað félaga- og fundafrelsi. Í því felst meðal annars að allir eiga rétt á því að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Funda- og félagafrelsið telst til mannréttinda og er tryggt meðal annars í 74....
Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?
Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons. Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ...
Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?
Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...
Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...
Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...
Af hverju velja ferðamenn Ísland?
Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mjög ört undanfarin ár. Nú er svo komið að árið 2016 munu um ein og hálf milljón gesta koma til landsins. Það er þreföldun á aðeins fimm árum, árið 2011 voru gestir um hálf milljón. Nokkrir samverkandi þættir stuðla að þessari aukningu. Árið 2010 fékk landið eina bestu kynnin...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?
Ólafur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann fæst við rannsóknir á íslenskum jarðvegi og á ferlum sem móta yfirborð og ástand vistkerfa. Jarðvegur er mikilvæg grunneining vistkerfa. Vegna mikillar eldvirkni og áfoks myndast afar sérstakur jarðvegur hérlendis. Grunnrannsóknir á eðli, myndun o...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?
Hvers vegna er svona erfitt að finna reiðhjól á evrópskri járnbrautarstöð? Hvaða áhrif hefur það á minni okkar ef við erum hrædd, uppveðruð eða reið? Getum við veitt fleiri en einu áreiti eftirtekt samtímis? Hvað er að gerast í heilanum þegar athygli okkar er dregin frá vinnunni og að blikkandi ljósi eða sírenuvæl...
Hvernig verður maður örverufræðingur?
Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...