Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?

Geir Þ. Þórarinsson

Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons.

Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)

Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ekki varðveitt en ritverk hans um landfræði er varðveitt í 17 bókum og telst vera eitt af merkustu landfræðiritum fornaldar. Strabon hóf að skrifa um landfræði á árunum 2-3 f.Kr. en var enn að endurskoða ritverk sitt á 3. áratug 1. aldar e.Kr. Fáir af varðveittum textum fornaldar vísa til þessa rits og á miðöldum virðist Strabon ekki hafa verið þekktur í Vestur-Evrópu. Upp úr miðri 15. öld uppgötvuðust rit Strabons aftur í vestri og árið 1469 kom út á prenti latnesk þýðing á riti hans að beiðni Nikulásar 5. páfa.

Snorri Sturluson var uppi á árunum 1179-1241. Hann hafði einhver kynni haft af klassískri menningu enda rekur hann ættir norrænu guðanna til Tróju í formálanum (sem heitir upp á latínu Prologus) að Snorra-Eddu og segir að Þór hafi verið Trójuprinsinn Trór og fleira skrítið í þeim dúr. En rit Strabons voru sennilega alveg óþekkt í Vestur-Evrópu þegar Snorri Sturluson var uppi og engin latnesk þýðing sem Snorri hefði getað lesið.

Evrópa samkvæmt Strabon. Leiða má að því líkum að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons.

Grískur texti Strabons var svo fyrst prentaður í Feneyjum árið 1516 en var þá þegar þekktur í Konstantínópel. Stefanos frá Býzantíon hafði lesið hann á 6. öld og Evstaþíos hafði lesið hann á 12. öld.

Vitað er að Kristófer Kólumbus hafði lesið rit Strabons undir lok 15. aldar. En ósennilegt er að Snorri Stuluson hafi gert það af því að ekkert bendir til þess að hingað hafi borist grísk rit frá Miklagarði, það er Konstantínópel, eða að hér hafi nokkur maður getað lesið grísku. Rit Strabons voru almennt ekki þekkt í Vestur-Evrópu á tíma Snorra Sturlusonar og engin latnesk þýðing til, sem Snorri hefði getað lesið.

Heimild:
  • Radt, Stefan. „Strabo“. Brill's New Pauly. Hubert Cancik og Helmuth Schneider (ritstj.) (Brill, 2012).

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

10.4.2012

Síðast uppfært

5.3.2019

Spyrjandi

Elías Halldór Ágústsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2012, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62171.

Geir Þ. Þórarinsson. (2012, 10. apríl). Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62171

Geir Þ. Þórarinsson. „Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2012. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?
Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons.

Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)

Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ekki varðveitt en ritverk hans um landfræði er varðveitt í 17 bókum og telst vera eitt af merkustu landfræðiritum fornaldar. Strabon hóf að skrifa um landfræði á árunum 2-3 f.Kr. en var enn að endurskoða ritverk sitt á 3. áratug 1. aldar e.Kr. Fáir af varðveittum textum fornaldar vísa til þessa rits og á miðöldum virðist Strabon ekki hafa verið þekktur í Vestur-Evrópu. Upp úr miðri 15. öld uppgötvuðust rit Strabons aftur í vestri og árið 1469 kom út á prenti latnesk þýðing á riti hans að beiðni Nikulásar 5. páfa.

Snorri Sturluson var uppi á árunum 1179-1241. Hann hafði einhver kynni haft af klassískri menningu enda rekur hann ættir norrænu guðanna til Tróju í formálanum (sem heitir upp á latínu Prologus) að Snorra-Eddu og segir að Þór hafi verið Trójuprinsinn Trór og fleira skrítið í þeim dúr. En rit Strabons voru sennilega alveg óþekkt í Vestur-Evrópu þegar Snorri Sturluson var uppi og engin latnesk þýðing sem Snorri hefði getað lesið.

Evrópa samkvæmt Strabon. Leiða má að því líkum að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons.

Grískur texti Strabons var svo fyrst prentaður í Feneyjum árið 1516 en var þá þegar þekktur í Konstantínópel. Stefanos frá Býzantíon hafði lesið hann á 6. öld og Evstaþíos hafði lesið hann á 12. öld.

Vitað er að Kristófer Kólumbus hafði lesið rit Strabons undir lok 15. aldar. En ósennilegt er að Snorri Stuluson hafi gert það af því að ekkert bendir til þess að hingað hafi borist grísk rit frá Miklagarði, það er Konstantínópel, eða að hér hafi nokkur maður getað lesið grísku. Rit Strabons voru almennt ekki þekkt í Vestur-Evrópu á tíma Snorra Sturlusonar og engin latnesk þýðing til, sem Snorri hefði getað lesið.

Heimild:
  • Radt, Stefan. „Strabo“. Brill's New Pauly. Hubert Cancik og Helmuth Schneider (ritstj.) (Brill, 2012).

Myndir:

...