Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1678 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?

Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?

Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau einhver áhrif á það hvernig málin þróuðust á Íslandi á þessum tíma? Síðari spurningunni er auðsvarað: Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?

Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?

Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru hreisturdýr og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Hreisturdýr eru spendýr í ættbálknum Pholidota. Aðeins ein ætt tilheyrir þeim ættbálki: Manidae eða hreisturdýraætt. Ættin skiptist í þrjár ættkvíslir, Manis-ættkvíslina í Asíu sem telur fjórar tegundir og afrísku ættkvíslarnar Phataginus og Smutsia sem hvor um sig greinist í tvær tegundir. Manis culionensis...

category-iconLögfræði

Er það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að banna lögráða fólki að kaupa áfengi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru áfengislögin á Íslandi brot á stjórnarskrá landsins? Í lögunum er kveðið á um að ekki megi selja eða afhenda þeim áfengi sem eru yngri en 20 ára. Á Íslandi er fólk lögráða 18 ára. Er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mismuna fólki sem er orðið lögráða um...

category-iconLæknisfræði

Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?

Upprunalegu spurningarnar voru:Getur COVID-læknaður einstaklingur dreift veirunni milli staða eða manna með snertingu? Þeir sem hafa staðfest að hafa fengið COVID, eru með mótefni eða frumuónæmi: Hvernig geta þeir verið smitberar? Landlæknir segir í TV að þeir geti smitað með snertismiti en ég velti fyrir mér hvor...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?

Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?

Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á jörðinni er hægt að sjá miðnætursól?

Miðnætursól (e. midnight sun) er þegar sólin er á lofti á miðnætti samkvæmt sólartíma, það er að segja þegar hún er lægst. Með öðrum orðum sest sólin þá ekki í að minnsta kosti sólarhring. Þetta getur gerst bæði mjög norðarlega og mjög sunnarlega á jörðinni, þegar sumar er á viðkomandi stað. Umræða um þetta og ski...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconLífvísindi: almennt

Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?

Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...

Fleiri niðurstöður