Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7898 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?

Fræðimönnum ber ekki saman um hver hin eiginlega klámkynslóð sé, það er við hvaða aldur eigi að miða, en almennt er talið að hin svokallaða klámkynslóð sé ungt fólk sem elst upp við klám í umhverfi sínu. Klámið hafi síðan þau áhrif að ungmennin tileinki sér boðskap klámsins og þau viðhorf og lífsgildi sem í því sé...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn? Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?

Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við að klukkan sé fjögur en ekki klukkan er fjórar?

Þegar við tilgreinum tímasetningu notum við töluorð í hvorugkyni – segjum klukkan er eitt / tvö / þrjú / fjögur. Við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum yfirleitt ekki eftir því að þetta sé neitt skrítið en það veldur oft heilabrotum hjá þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Lýsingarorð og beygjanleg töl...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig fóru heiðin jól fram?

Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...

category-iconHugvísindi

Af hverju hernámu Bretar Ísland?

Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?

Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finn...

category-iconMannfræði

Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?

Staðlar: GNP og HDI Eins og fram kemur í ritinu Þróun og þróunaraðstoð eftir Jón Orm Halldórsson (1992), hafa flestar forsendur þróunaraðstoðar í heiminum reynst rangar (sjá einnig í Crewe og Harrison, 1999). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, The Human Development Report 2003, kemur fram að síðastliðin tíu ár hafi ...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

category-iconHeimspeki

Skipta kynjasjónarmið máli í umræðunni um COVID-19?

Eftir því sem best er vitað eru engir ónæmir fyrir veirunni sem veldur COVID-19, nema mögulega þeir sem hafa fengið hana. Félagslegar aðstæður gera það þó að verkum að áhrif hennar og afleiðingar snerta fólk með ólíkum hætti. Veiran sjálf gerir ekki upp á milli fólks eftir félagslegum breytum en margt bendir hins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?

Hreindýr (Rangiferus tarandus) tilheyra ætt hjartardýra (Cervidae). Karldýr nánast allra tegunda hjartardýra skarta hornum[1] en ólíkt hyrndum dýrum í öðrum ættum fella þau hornin á hverju ári og ný vaxa í staðinn. Hreindýr eru þó einstök að því leyti að það eru ekki aðeins tarfarnir sem bera horn heldur kýrnar ei...

category-iconEfnafræði

Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?

Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...

Fleiri niðurstöður