Sólin Sólin Rís 06:13 • sest 20:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:16 • Síðdegis: 14:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:27 • Síðdegis: 20:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:13 • sest 20:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:16 • Síðdegis: 14:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:27 • Síðdegis: 20:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?

Jón Már Halldórsson og EDS

Hreindýr (Rangiferus tarandus) tilheyra ætt hjartardýra (Cervidae). Karldýr nánast allra tegunda hjartardýra skarta hornum[1] en ólíkt hyrndum dýrum í öðrum ættum fella þau hornin á hverju ári og ný vaxa í staðinn. Hreindýr eru þó einstök að því leyti að það eru ekki aðeins tarfarnir sem bera horn heldur kýrnar einnig, þótt horn þeirra séu miklu minni. Sum hreindýr fá þó aldrei horn og eru um 2-4% hreindýrskúa á Íslandi kollóttar.

Hreindýrstarfar fella hornin seint á haustin eða í byrjun vetrar, hér á landi í nóvember eða desember. Síðla vetrar, í febrúar eða mars, taka hornin að vaxa aftur. Vaxtarhraðinn er með því mesta sem þekkist í dýraríkinu eða allt að 1 cm á dag. Á vaxtartímanum eru hornin mjúk og klædd dökkbrúnni æðaríkri og flauelskenndri húð. Síðsumars þegar hornin eru fullvaxin taka þau að harðna og húðin sem nærir þau með blóði þornar og dettur af. Eftir standa nakin hornin sem ekki eru lengur lifandi vefur. Að fengitíma loknum falla hornin af og hringrásin hefst aftur.

Á meðan horn hreindýra eru í vexti eru þau mjúk og klædd dökkbrúnni æðaríkri og flauelskenndri húð.

Vitað er að kynhormón koma mikið við sögu í þessari hringrás horna. Á vaxtartíma hornanna er magn testósteróns í blóði í lágmarki. Styrkur þess eykst hins vegar í aðdraganda fengitímans og er það talið stuðla að því að húðin sem umlykur hornin losnar af og hornin deyja. Að loknum fengitíma dregur mikið úr styrk testósteróns og er talið að það eigi þátt í því ferli sem leiðir til þess að hornin falla af.[2]

Horn hreindýra eru stöðutákn. Hornin geta bæði sýnt aldur og styrk tarfanna en einnig er þeim beitt þegar tarfarnir berjast um hylli kúa og möguleikann á að tímgast. Að fengitíma loknum hafa horn tarfanna þjónað sínum tilgangi það árið, þá falla þau af og hringrásin hefst aftur.

Hjá kúm og ungum törfum falla hornin seinna, geldar kýr og ungir tarfar fella hornin í janúar til mars, en kelfdar kýr ekki fyrr en í maí, um viku eftir burð. Þannig eru kelfdar kýr einu hreindýrin sem bera horn seinni hluta vetrar þegar harðindin eru mest og lítið um fæðu. Þá eru þær hæst skrifaðar innan hjarðarinnar og hafa forgang að besta beitilandinu. Það gefur þeim mestu lífslíkurnar þegar tíðin er sem hörðust og stuðlar þannig að viðhaldi stofnsins.

Horn hreindýra eru stöðutákn.

Vísindamenn hafa velt fyrir sér af hverju hjartardýr, og þar með talin hreindýr, fella hornin árlega.[3] Ein skýringin er talin tengjast því að fullvaxin eru horn hjartardýra dauður vefur ólíkt hornum annarra dýra sem eru lifandi og geta vaxið alla ævi. Ef hornin laskast eða brotna í átökum tarfanna, eins og hætt er við, þá geta þau ekki gróið aftur þar sem blóðflæði og beinvöxtur er ekki lengur til staðar. Með því að endurnýja hornin hefur náttúran tryggt þeim „nýtt sett“ af vopnum fyrir hvert fengitímabil. Ástæður þess að þróun hjartardýra hefur verið á þessa leið eru þó örugglega fleiri og flóknari.

Tilvísanir:
  1. ^ Á íslensku notum við sama orð – horn – bæði yfir beinvöxt á höfði hjartardýra og annarra dýra, þótt fyrirbærin séu í eðli og uppbyggingu ekki eins. Á ensku er þetta hins vegar aðgreint. Horn hjartardýra kallast þá antlers og eru frábrugðin hornum annarra dýra þar sem þau ná fullum vexti á nokkrum mánuðum og síðan deyr vefurinn, hornið fellur af og endurnýjast svo að ári. Horn annarra dýra, sem á ensku kallast einfaldlega horn, eru hins vegar gerð úr lifandi vef sem getur vaxið alla ævi.
  2. ^ Þau sem hafa áhuga á að kafa dýpra í líffræðina og ferlana á bak við horn og hornmissi hjartardýra geta til dæmis skoðað Landete-Castillejos, T. o.fl. (2019), Lincoln, (1992), Price, J. S. o.fl. (2005) eða Antler biology sem er að finna í heimildalistanum hér fyrir neðan.
  3. ^ Sjá til dæmis Landete-Castillejos, T. o.fl. (2019).

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.9.2025

Spyrjandi

Arnar Elvarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og EDS. „Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?“ Vísindavefurinn, 2. september 2025, sótt 2. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87635.

Jón Már Halldórsson og EDS. (2025, 2. september). Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87635

Jón Már Halldórsson og EDS. „Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2025. Vefsíða. 2. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87635>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?
Hreindýr (Rangiferus tarandus) tilheyra ætt hjartardýra (Cervidae). Karldýr nánast allra tegunda hjartardýra skarta hornum[1] en ólíkt hyrndum dýrum í öðrum ættum fella þau hornin á hverju ári og ný vaxa í staðinn. Hreindýr eru þó einstök að því leyti að það eru ekki aðeins tarfarnir sem bera horn heldur kýrnar einnig, þótt horn þeirra séu miklu minni. Sum hreindýr fá þó aldrei horn og eru um 2-4% hreindýrskúa á Íslandi kollóttar.

Hreindýrstarfar fella hornin seint á haustin eða í byrjun vetrar, hér á landi í nóvember eða desember. Síðla vetrar, í febrúar eða mars, taka hornin að vaxa aftur. Vaxtarhraðinn er með því mesta sem þekkist í dýraríkinu eða allt að 1 cm á dag. Á vaxtartímanum eru hornin mjúk og klædd dökkbrúnni æðaríkri og flauelskenndri húð. Síðsumars þegar hornin eru fullvaxin taka þau að harðna og húðin sem nærir þau með blóði þornar og dettur af. Eftir standa nakin hornin sem ekki eru lengur lifandi vefur. Að fengitíma loknum falla hornin af og hringrásin hefst aftur.

Á meðan horn hreindýra eru í vexti eru þau mjúk og klædd dökkbrúnni æðaríkri og flauelskenndri húð.

Vitað er að kynhormón koma mikið við sögu í þessari hringrás horna. Á vaxtartíma hornanna er magn testósteróns í blóði í lágmarki. Styrkur þess eykst hins vegar í aðdraganda fengitímans og er það talið stuðla að því að húðin sem umlykur hornin losnar af og hornin deyja. Að loknum fengitíma dregur mikið úr styrk testósteróns og er talið að það eigi þátt í því ferli sem leiðir til þess að hornin falla af.[2]

Horn hreindýra eru stöðutákn. Hornin geta bæði sýnt aldur og styrk tarfanna en einnig er þeim beitt þegar tarfarnir berjast um hylli kúa og möguleikann á að tímgast. Að fengitíma loknum hafa horn tarfanna þjónað sínum tilgangi það árið, þá falla þau af og hringrásin hefst aftur.

Hjá kúm og ungum törfum falla hornin seinna, geldar kýr og ungir tarfar fella hornin í janúar til mars, en kelfdar kýr ekki fyrr en í maí, um viku eftir burð. Þannig eru kelfdar kýr einu hreindýrin sem bera horn seinni hluta vetrar þegar harðindin eru mest og lítið um fæðu. Þá eru þær hæst skrifaðar innan hjarðarinnar og hafa forgang að besta beitilandinu. Það gefur þeim mestu lífslíkurnar þegar tíðin er sem hörðust og stuðlar þannig að viðhaldi stofnsins.

Horn hreindýra eru stöðutákn.

Vísindamenn hafa velt fyrir sér af hverju hjartardýr, og þar með talin hreindýr, fella hornin árlega.[3] Ein skýringin er talin tengjast því að fullvaxin eru horn hjartardýra dauður vefur ólíkt hornum annarra dýra sem eru lifandi og geta vaxið alla ævi. Ef hornin laskast eða brotna í átökum tarfanna, eins og hætt er við, þá geta þau ekki gróið aftur þar sem blóðflæði og beinvöxtur er ekki lengur til staðar. Með því að endurnýja hornin hefur náttúran tryggt þeim „nýtt sett“ af vopnum fyrir hvert fengitímabil. Ástæður þess að þróun hjartardýra hefur verið á þessa leið eru þó örugglega fleiri og flóknari.

Tilvísanir:
  1. ^ Á íslensku notum við sama orð – horn – bæði yfir beinvöxt á höfði hjartardýra og annarra dýra, þótt fyrirbærin séu í eðli og uppbyggingu ekki eins. Á ensku er þetta hins vegar aðgreint. Horn hjartardýra kallast þá antlers og eru frábrugðin hornum annarra dýra þar sem þau ná fullum vexti á nokkrum mánuðum og síðan deyr vefurinn, hornið fellur af og endurnýjast svo að ári. Horn annarra dýra, sem á ensku kallast einfaldlega horn, eru hins vegar gerð úr lifandi vef sem getur vaxið alla ævi.
  2. ^ Þau sem hafa áhuga á að kafa dýpra í líffræðina og ferlana á bak við horn og hornmissi hjartardýra geta til dæmis skoðað Landete-Castillejos, T. o.fl. (2019), Lincoln, (1992), Price, J. S. o.fl. (2005) eða Antler biology sem er að finna í heimildalistanum hér fyrir neðan.
  3. ^ Sjá til dæmis Landete-Castillejos, T. o.fl. (2019).

Heimildir og myndir:

...