Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Eru virkilega sömu gerlar í súrmjólk og AB-mjólk?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru súrmjólkurgerlarnir? Eru þeir þeir sömu og í AB-mjólk? Er verið að plata neytendur? Stutta svarið er einfaldlega: nei, það eru ekki ekki sömu gerlar í súrmjólk og AB-mjólk. Súrmjólkurgerlarnir eru Lactococcus lactis og Leuconostoc mesenteroides og þeir eiga þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er "vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymslu skúraútidyralyklakippuhringur" lengsta orð í heimi?

Spurt er hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð í heimi. Engin tök eru á að svara því. Víða um heim hafa menn gert sér að leik að setja saman löng orð af sama tagi og það sem hér er nefnt og eru þau oft nefnd tungubrjótar. Mörg slík eru þekkt. Í þýsku er til dæmi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hefur orðið reisluvog fleiri en eina merkingu?

Í Íslenskri orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1983, er sagt að reisla sé „sérstök vog, vog með löngu skafti (löngum armi) og einu lóði.“ Sama merking kemur fram í þeim dæmum sem finnast í seðlasafni Orðabókar Háskólans. Safnið er öllum aðgengilegt hér. Orðabókin á aðeins eitt dæmi um reisluvog og virðist...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er lambalágur?

Orðið lambalágur finnst ekki í söfnum Orðabókar Háskólans. Hugsanlega er um ásláttarvillu að ræða fyrir -láfur en það orð er notað um 'meis' eða 'laup'. Átt var við rimlakassa sem hey var borið í við fóðurgjöf. Lambaláfur er þá meis sérstaklega ætlaður undir hey handa lömbum. Orðið láfur er reyndar einnig notað um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið „blýantur“ samsett orð? Ef svo er, hvað þýðið þá „antur“?

Orðið blýantur er tökuorð úr dönsku blyant. Þetta hét upphaflega á dönsku blyerts, sem er blýmálmur, það er að segja grafít, en danska orðið varð fyrir áhrifum frá orðinu blyant sem notað var um dýrmætt silkiefni og lagaði sig að því. Orðið yfir silkiefni er fengið að láni í dönsku úr frönsku blialt, bliault. ...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á flensu og COVID-19?

Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?

Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er gervigreind?

Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...

category-iconHugvísindi

Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?

Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?

Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...

category-iconLæknisfræði

Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?

Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldarinnar?

Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir“ á hann áreiðanlega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Alexander Fleming?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?

Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því a...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?

Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...

Fleiri niðurstöður