Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1789 svör fundust
Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?
Í ritreglum frá Íslenskri málstöð er fjallað sérstaklega um þetta í grein 98. Þar segir: Ekki er haft stafbil milli tveggja skammstafaðra orða nema aftan við skammstöfun sem er tveir eða fleiri stafir og milli tveggja skammstafana sem hvor um sig er sjálfstæð eining. Samkvæmt þessu er skrifað: t.d. a.m.k. o...
Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?
Geoduck eða Panope generosa á fræðimáli hefur verið nefnd koddaskel á íslensku. Hún er ein af stærstu samlokum (bivalvia) sem finnast og sú stærsta sem grefur sig niður í jarðveg. Koddaskelin getur vegið allt að 5,4 kg og verið um 20 cm á lengd. Náttúruleg heimkynni koddaskelja eru í norðanverðu Kyrrahafi, aða...
Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári?
Vöxtur grenitrjáa fer bæði eftir því hvaða grenitegund á í hlut og hvernig vaxtarskilyrði trésins eru. Sólskin, rakastig, jarðvegur, rými og margt fleira getur haft áhrif á hversu hratt tré vaxa. Taka má dæmi um sitkagreni (Picea sitchensis), en það er stærsta tegund grenitrjáa og er í hópi með hraðvöxnustu tr...
Hvaðan kemur orðið stillans?
Orðið stillaðs er tökuorð í íslensku úr dönsku stillads. Átt er við verkpalla úr stálrörum með pöllum til að standa á við vinnu utan húss. Í Íslenskri orðabók (2002: 1471) eru gefnar myndirnar stillans og stillas. Í dönsku er orðið talið komið úr hollensku stellage leitt af sögninni stellen ‘stilla (upp)’. Í Ri...
Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?
Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...
Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?
Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...
Draga teygjur úr hættu á meiðslum?
Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæðu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...
Eyðast demantar aldrei?
„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...
Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?
Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...
Eru úlfar í útrýmingarhættu?
Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...
Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?
Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...
Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?
Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...
Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?
Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finn...
Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...