Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1292 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?

Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé ‘rétt’. Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust. Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hor...

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconHugvísindi

Hver gaf Íslandi það nafn?

Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum. Í fornöld, líklega einhvern tíma á árunum 330 til 320 f. Kr., sigldi gríski landkönnuður Pýþeas frá Massalíu og norður til Bretlandseyja. Í heimildum kemur fram að eftir að hann kom þangað hafi hann siglt í sex daga í norður og komið þá að landi sem var umlukið hafís. Nefn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?

Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni ...

category-iconLandafræði

Hvenær varð Evrópa til?

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við lítum til jarðsögunnar má segja að Evrópa hafi myndast einhvern tíma frá lokum trías-tímabilsins, fyrir um 200 milljónum ára, fram til krítar-tímabilsins, fyrir um 65 milljónum ára. Hægt er að sjá ágæta skýringarmynd af myndun meginlandanna í svari við spurn...

category-iconHugvísindi

Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?

Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?

Meginstoðir kristins helgihalds í landinu frá upphafi og fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru sóknarkirkjurnar og heimilin. Þegar litið er yfir trúarlífið í landinu má því tala um kirkjuguðrækni og heimilisguðrækni.[1] Þannig hefur það líklega verið lengst af í kristnum heimi. Heimilin gegndu þó viðameira hlutver...

category-iconHugvísindi

Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?

Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?

Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars...

category-iconHeimspeki

Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól?

Hér verður einnig svarað spurningunum: Hvað sagði Platon um hugtök og hvernig tengjast hugtökin frummyndunum? (Ásta Björk, f. 1987) Hvaða þýðingu hafði frummyndakenning Platons fyrir siðfræði hans? (Páll Gunnarsson) Hver var frummyndarkenningin? (Kristján Óskar, f. 1986) Með spurningu sinni vísar spyrjandi...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er andefni?

Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp fiðluna?

Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...

category-iconFélagsvísindi almennt

Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?

Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...

Fleiri niðurstöður