Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 917 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?

Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?

Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir ei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar lán eru glópalán? Hvað merkir glópa-?

Orðið glópalán merkir ‛slembilukka, meiri heppni en við var að búast’. Það er sett saman úr orðunum glópur ‛afglapi, kjáni, flón’ og lán ‛heppni’, það er að segja lán eða heppni sem kjáni verður fyrir. Orðið er ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ljóði eftir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?

Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframlei...

category-iconBókmenntir og listir

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?

Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn. Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa o...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er E. coli?

Enterohemoragísk E. coli (EHEC) sýking orsakast af Escherichia coli (E. coli) bakteríu, sem framleiðir ákveðna tegund eiturefnis (e. toxin) og á það sök á mörgum skaðlegum einkennum sýkingarinnar. EHEC-sýkingar hafa ekki verið stórt vandamál hérlendis en þónokkuð hefur borið á þeim í nágrannalöndum okkar. Uppruna ...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um ofvita?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Georges Cuvier og áhrif hans á vísindi samtímans?

Georges Léopold Chrètien Frèderic Dagobert Cuvier fæddist 29. ágúst árið 1769 í smábæ, sem þá hét Mömpelgard í Württemberg í Þýskalandi, nærri frönsku landamærunum og skammt norður af Sviss. Upp úr frönsku stjórnarbyltingunni, eða árið 1793, var bærinn innlimaður í Frakkland og heitir síðan Montbéliard. − Cu...

category-iconStærðfræði

Hvað er flatarmál?

Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var György Lukács og fyrir hvað er hann þekktur?

Ungverski heimspekingurinn og bókmenntafræðingurinn György eða Georg Lukács (1885-1971) var einn áhrifamesti og umdeildasti fræðimaður marxískrar hefðar á tuttugustu öld. Þekktastur er Lukács fyrir endurskoðun sína á undirstöðukenningum marxískrar þjóðfélagsgreiningar, kenningar sínar um skáldsöguna og skrif sín u...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru emúar og strútar skyldir?

Hér er einnig leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Ástralskir fuglar sem kallast Emú og eru líkir Strútum, eru þessir fuglar skildir? ef já, hvernig? ef ekki hver er munurinn á þeim? Hvar lifa strútar og á hverju lifa þeir? (Arngrímur Jónsson) Argentískir fuglar sem kallast Rhea, líta út eins og Strúta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið?

Orðið simsalabim er sennilega upprunnið í þýsku. Fleiri en ein skýring er á tilurð þess. Sumir álíta það eiga rætur að rekja allt aftur til síðmiðalda. Kristnir menn hafi talið múslima eins konar töframenn. Upphafsorð við ýmiss konar athafnir „bismi allah rahman i rahim“ (‛í nafni guðs hins algóða’) hafi afb...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?

Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaf...

Fleiri niðurstöður