Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...

category-iconLæknisfræði

Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?

Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær má vænta þess að nám í arkitektúr hefjist á Íslandi?

Þegar þetta er skrifað er væntanlegt arkitektúr-nám á Íslandi í umfjöllun hjá nefnd á vegum Menntamálaráðuneytis, og er skýrslu nefndarinnar beðið. Stærsta ákvörðunin sem fyrir liggur er sjálfsagt hvort námið verður í boði innan Háskóla Íslands eða Listaháskóla Íslands. Fyrr en það hefur verið ákveðið er fátt hægt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er réttara að segja „spúla“ eða „smúla“ um að skola plan, dekk á báti eða stétt með kraftmikilli vatnsslöngu?

Orðið spúla „skola með vatni" er tökuorð úr dönsku en þangað er það sótt úr miðlágþýsku spûlen, spôlen. Orðið er til í nútíma þýsku sem spülen í sömu merkingu. Spúla er ekki gamalt í málinu en þekkist frá því snemma á 20. öld. Smúla „skola, hreinsa (þilfar á skipi, gólf, borð í fiskvinnsluhúsum)" virðist ekki ...

category-iconLögfræði

Hvað er að guðlasta?

Í 125. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum, segir svo:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.Orðabók M...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig finn ég stofn sagnorða?

Stofn sagna er einfaldast að finna í stýfðum boðhætti, það er boðhætti án persónuendinga. Hann er eins og nafnháttur að frádregnu -a eða -ja. Sem dæmi má nefna far af fara, tak af taka, tel af telja, vel af velja. Í veikum sögnum, sem beygjast eftir fjórða flokki, eins og baka–bakaði, kalla–kallaði, skrifa–skr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sjö skólabilar með sjö krökkum hver, hver krakki er með sjö bakpoka, hver bakpoki með sjö köttum, hver köttur hefur sjö kettlinga hver. Hvað eru kettlingarnir margir?

Krakkarnir eru 7 sinnum 7 eða 49. Bakpokarnir eru 7 sinnum sú tala og svo framvegis. Fjöldi kettlinganna er 7∙7∙7∙7∙7 eða sjö í fimmta veldi sem kallað er. Auðvelt er að reikna það á vasareikni eða reiknivél í tölvu, annaðhvort með því að margfalda saman beint eða með því að hefja í v...

category-iconHugvísindi

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?

Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð þa...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?

Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis se...

category-iconHeimspeki

Hver er Jürgen Habermas og hvert er framlag hans til vísindanna?

Jürgen Habermas er af mörgum talinn fremsti heimspekingur Þýskalands í dag og einn merkasti kenningasmiður samtímans á sviði félagsvísinda. Hann tilheyrir þeim hópi núlifandi meistarahugsuða sem erfitt er að staðsetja nákvæmlega samkvæmt viðtekinni skiptingu greina í fræðaheiminum. Verk hans spanna breitt svið inn...

category-iconHeimspeki

Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað voru Púnverjastríðin?

Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...

category-iconHagfræði

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða eyðimerkur til?

Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

Fleiri niðurstöður