Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?
Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...
Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?
Hvað er ofvirkni? Við fyrstu kynni af ofvirku barni er ekki víst að fólk taki eftir að eitthvað ami að. Barnið lítur eðlilega út og hagar sér jafnvel eins og önnur börn. Oft getur það tekið ókunnugt fólk töluverðan tíma að átta sig á því að barnið býr við mikla erfiðleika. Sum ofvirk börn eiga til dæmis erfitt ...
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?
Denis Diderot fæddist þann fimmta október árið 1713 í bænum Langres í því héraði Frakklands sem nefnist Haute-Marne. Frá tíu ára aldri gekk Diderot í skóla sem var rekinn af jesúítum í heimabyggð hans og þótti slíkur fyrirmyndarnemandi að vonir stóðu til þess að hann myndi velja sér starfsframa innan kirkjunnar og...
Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...
Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál?
Hér er þessum spurningum svarað: Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál? Eru fallbeygingar í táknmáli? Samkvæmt vefsíðunni Ethnologue sem hefur að geyma skrá yfir tungumál heimsins eru til 142 táknmál[1] en líklegt má telja að þau séu töluvert fleiri. Rannsóknir á táknmálum hófust ekki fyrr en eftir miðja ...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?
Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...
Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?
Við flutning erfðaefnis milli tegunda notfæra menn sér oftast nær svonefndar genaferjur, en það eru annað hvort litlar hringlaga, tvíþátta DNA-sameindir sem nefnast plasmíð eða veirur sem hafa DNA fyrir erfðaefni. Plasmíð fyrirfinnast í flestum bakteríum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þau eftirmyndast sjál...
Er mjólk holl?
Hér er einnig svarað spurningu Baldvins Kára Sveinbjörnssonar:Er mjólk, eins og hún er unnin í dag, í raun jafnholl og af er látið?Þegar litið er til innihalds mjólkur af næringarefnum er ekki hægt að segja annað en að mjólk sé bráðholl. Í raun er mjólk næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á, ef frá er...
Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?
Blóð er flokkað á nokkra mismunandi vegu en af þeim flokkunarkerfum er ABO-kerfið mest notað. Meðal annarra kerfa sem minna eru notuð eru Rhesus- (rh), Duffy-, Kell- og Kidd-kerfin. ABO-blóðflokkakerfið var skilgreint af austurrískum meina- og ónæmisfræðingi sem hét Karl Landsteiner. Hann uppgötvaði kerfið árið 19...
Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?
Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...
Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?
Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...
Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð?
Steinkol myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Það umhverfi sem helst leiðir til kolamyndunar er votlendi þéttvaxið trjám og öðrum gróðri. Trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatnið, verða vatnsósa og sökkva. Þá einangrast viðurinn frá súrefni andrúmsloftsins en bakteríur halda áfram...
Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?
Þessi spurning er ekki öll þar sem hún er séð, heldur má heimfæra hana upp á merkilegar og erfiðar ráðgátur í mannlegri hugsun. Undir býr í raun og veru önnur spurning, hvort við getum flokkað eða metið ástandið í herberginu og þannig sagt til um að eitt ástand feli í sér meiri „reglu“ eða „reiðu“ en annað. Samkvæ...