Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1754 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?

Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjósku...

category-iconVeðurfræði

Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Við fengum þessa spurningu, Hvað er mikið af koltvísýringi í loftinu?, og því ákvað ég að kíkja á Vísindavefinn. Sá þá svar við þessari spurningu Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? Þarna eru tölur fyrir árið 2000. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að uppf...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?

Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við ...

category-iconJarðvísindi

Eyðast demantar aldrei?

„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...

category-iconHugvísindi

Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er ...

category-iconHeimspeki

Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?

Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...

category-iconFélagsvísindi

Hver var hugmyndafræði íhaldsstefnunnar og hverjir voru upphafsmenn hennar? Hvert var upphaf hennar og hverjar voru afleiðingarnar?

Íhaldsstefna í núverandi mynd var fyrst sett fram í riti Edmunds Burkes um frönsku stjórnarbyltinguna, Reflections on the Revolution in France, árið 1790. Burke lagði áherslu á þróun fremur en snögg umskipti, á reynsluvit kynslóðanna fremur en einstaklingsbundna skynsemi, á virðingu fyrir venjum og siðum fremur en...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsta tölvuveiran?

Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hrat...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svörtu ekkjuna?

Svarta ekkjan er heiti sem í raun er notað um ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Alls eru tegundirnar nú taldar vera 31 en heitið svarta ekkjan á sér í lagi um þrjár tegundir sem eiga upprunaleg heimkynni sín í Norður-Ameríku: L.mactans, L.hesperus og L.variolus. Einnig má nefna hi...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er staða ótímabærra þungana á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd?

Hugtakið óráðgerð þungun (e. unplanned pregnancy) felur í sér ótímabæra (e. mistimed pregnancy) og óvelkomna þungun (e. unwanted pregnancy). Þungun er skilgreind sem ótímabær ef hún verður á þeim tíma sem einstaklingurinn ætlaði sér ekki að eignast barn. Þungun er óvelkomin ef viðkomandi ætlaði sér ekki frekari ba...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?

Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?

Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?

Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fundu Egyptar stærðfræðiformúlur sínar, til dæmis formúluna fyrir rúmmáli píramída sem skorið er ofan af?

Oft er spurt hvenær og hvernig stærðfræðiformúlur hafi orðið til. Um sumar formúlur er vitað með vissu en saga annarra er hulin í blámóðu fortíðarinnar. Einstaka sinnum bregður þó birtu á fornar athuganir. Vitað er um háþróaða menningu meðal Egypta í Nílardalnum allt að þremur árþúsundum fyrir Krists burð. Með...

Fleiri niðurstöður