Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?

Til þess að svara þessari spurningu er ekki hægt að vísa í beinar niðurstöður tilrauna eða athugana. Í spurningunni er fólgið að hvorki menn né dýr voru til einhvern tíma í fyrndinni og hvorki menn né dýr gátu því fylgst með þessu gerast. Ég kýs því að veita fræðilegt svar og byggi það á þróunarkenningu Darwins. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur venjulegur tölvunotandi kælt örgjörva í -40°C?

Upphitun í örgjörvum (e. microprocessor) er vandamál sem vex með hverri kynslóð og fylgir auknum klukkuhraða þeirra. Hitni örgjörvi of mikið getur hann farið að hegða sér óeðlilega og jafnvel brætt úr sér. Sérstök vifta á móðurborði í nýlegum einkatölvum sér til þess að örgjörvinn haldist innan eðlilegra hitamarka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?

Sami spyrjandi lagði einnig fram spurninguna Af hverju er snjórinn hvítur? Þessar tvær spurningar eru skyldari en ætla mætti við fyrstu sýn, og mætti allt eins svara þeim saman í samfelldu máli. Við kjósum þó að svara þeim hvorri í sínu lagi. Endurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli f...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margar holur á golfkúlum?

Holufjöldinn á golfkúlum er breytilegur eftir tegundum en algengt er að hann sé um 400. Í sumum tilvikum er hans getið í tegundarheiti og stundum fylgir einnig orð eða skammstöfun sem segir til um hver lögunin á holunni er (hringlaga, fimmhyrningar, sexhyrningar og svo framvegis). Holurnar og einkenni þeirra hafa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju bítur mýflugan?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?

Áætlað er að um 1000 manns látist á ári hverju í heiminum af völdum eldinga. Slíkt er þó hægt að lifa af. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hættan af eldingu fyrir dýr er að minnsta kosti tvenns konar. Annars vegar getur eldingin sjálf hlaupið í dýr sem standa upp úr umhverfinu eins og til dæmis mann sem...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?

Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...

category-iconStærðfræði

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. ...

category-iconHugvísindi

Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?

Í hefðbundinni íslenskri sagnfræði er landnám Íslands talið hafa átt sér stað á árunum 870-930. Ljóst er að þekking um landið er eitthvað eldri, hefur hugsanlega orðið til um svipað leyti og skipakostur norrænna manna fór að batna stórum á 8. öld, jafnvel snemma á þeirri öld eða seint á 7. öld. Veruleg útþensla no...

category-iconHeimspeki

Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?

Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem s...

category-iconVísindavefur

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Bandaríkjamenn hafa farið 136 mannaðar ferðir frá upphafi. Frægasta verkefni NASA í slíkum ferðum er sjálfsagt Apollo-verkefnið, en þær flaugar rannsökuðu tunglið:Apollo-1 1967 (Ferðin var raunar ekki farin vegna óhapps í undirbúningi).Apollo-7 1968Apollo-8 1968Apollo-9 1969Apollo-10 1969Apollo-11 1969 (til tungls...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er fólk á móti fötluðum?

Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...

category-iconLífvísindi: almennt

Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd?

Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar en hvönnin var notuð á Íslandi allt frá landnámi. Ætihvönnin var vel þekkt meðal fyrstu landnema á Íslandi. Auk þess að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur meðal norrænna manna. Ætihvönn óx einnig s...

Fleiri niðurstöður