Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 936 svör fundust
Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...
Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...
Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...
Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir? Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og R...
Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...
Hvernig byrjaði alnæmi?
Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finns...
Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig?
Hið forna Persaveldi sem Alexander mikli Makedóníukonungur (356-323 fyrir Krist) sundraði er aftur upp risið við lok 2. aldar fyrir Krist, sem veldi Arsakída. Persar taka aftur sjálfir við völdum á 3. öld eftir Krist. Fyrst er að gera greinarmun á Persíu og Persaveldi. Dareios III Persakonungur var ráði...
Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því?
Skipta ber Víetnamstríðinu í tvö aðskilin skeið. Hið fyrra var stríð Frakka til að halda nýlendu sinni Víetnam og hindra að þjóðernisssinnaðir kommúnistar næðu henni á vald sitt. Þetta nýlendustríð hófst 1945 og stóð til 1954. Hitt Víetnamstríðið hófst smám saman á árunum um og eftir 1960, var komið í fullan gang ...
Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?
Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...
Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...
Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....
Hvað er Banach-Tarski-þverstæðan?
Banach-Tarski-þverstæðan er setning í rúmfræði eftir stærðfræðingana Stefan Banach (1892 - 1945) og Alfred Tarski (1901 - 1983). Hún segir að hægt sé að skipta kúlu upp í endanlega marga hluta, færa hlutana til og snúa þeim án þess að breyta lögun þeirra eða stærð, og setja þá saman á nýjan leik þannig að út komi ...
Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?
Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...
Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?
Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...
Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...