Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4261 svör fundust
Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?
Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...
Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?
Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél. Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Ra...
Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?
Upprunalega spurningin var: Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á v...
Hvað er lífplast?
Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum, sem olíulindir eru ekki, en flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Helstu hráefni sem...
Getur vatn brunnið?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...
Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?
Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...
Hefur einhver fíll verið með tvo rana?
Höfundar þessa svars fundu engar greinar, hvorki í bókum né á Netinu, þar sem getið er um fíl sem fæðst hafi með tvo rana. Engar minjar hafa fundist heldur um forsögulega fíla með tvo rana. Hér verður ekki þó fullyrt að slík vansköpun hafi aldrei komið fram í náttúrunni eða muni ekki gera það. Nóg er af dæmum um u...
Hvaðan er orðið að túpera komð?
Sögnin að túpera í merkingunni 'greiða hár frá enda í átt að rót til að það lyftist' hefur þekkst í málinu nokkuð lengi. Hennar verður vart þegar snemma á 20. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr tímaritinu Einreiðinni frá 1914 (bls. 169). Þar skrifaði Anna Thorlacius greinina „Heimförin“ og fjallar þar m...
Er af hverju skrifað í einu eða tveimur orðum?
Af hverju er ritað í tveimur orðum. Fyrra orðið er forsetningin af sem stýrir falli spurnarfornafnsins hver. Fallið er þágufall og kynið hvorugkyn. Hugsa má sér að sambandið sé liðfellt, það er að á eftir fornafninu hafi farið nafnorð í hvorugkyni, til dæmis: „Af hverju tilefni er þessi fundur? sem verður við liðf...
Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?
Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ...
Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?
Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters. ...
Eru til íslensk fyrirtæki sem búa við skrifræðisskipulag (bureaucracy) og hefur vegnað vel? Hverjir eru helstu kostir skrifræðis?
Segja má að sérhvert fyrirtæki hafi einhver skrifræðiseinkenni í skipulagi sínu. Það á bæði við um íslensk fyrirtæki og erlend. Í bókum um skipulagsheildir, til dæmis bók Richard L. Daft, Organization Theory and Design, er upplýst að félagsfræðingurinn Max Weber hafi fyrstur manna farið að skoða skipulega hvort bæ...
Hvers vegna verða sumir feimnir?
Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...
Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?
Eins og fram kemur í öðrum svörum um skammtafræði hér á Vísindavefnum þá lýsir skammtafræðin hegðun smárra efniseinda og hana má einnig nota til að skýra eiginleika ákveðinna stærri hluta, til dæmis gastegunda og kristalla. Skammtafræðin varpar ekki beinlínis nýju ljósi á eðli vitundar en vitundin leikur ákveðið h...
Hvað eru hvíthol?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað er hvíthol og hvað gerist ef svarthol og hvíthol rekast saman? (Arnljótur Sigurðsson) Er til eitthvert fyrirbæri (að því sjörnufræðingar telja) sem er andhverfa svarthols? (Bragi Kristjánsson)Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á...