Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Getur vatn brunnið?

Emelía Eiríksdóttir

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni?

Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur vetnisfrumeindum (H) og hefur því sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bygging vatnssameindarinnar er eins og myndin hér að neðan sýnir, þar sem báðar vetnisfrumeindirnar tengjast súrefninu með einu efnatengi.

Skýringarmynd af byggingu vatnssameindar. Tvær vetnisfrumeindir tengjast súrefnisfrumeind með sitt hvoru efnatenginu.

Þegar efni gengur í efnasamband við súrefni tölum við um oxun eða bruna og felur þetta ferli oft í sér myndun ljóss og/eða hita. Þegar vetni brennur gengur það í samband við súrefni og myndar vatn samkvæmt eftirfarandi efnajöfnu:

$$2H_2+O_2 \to 2H_2 O$$

Vatn er því afurð bruna vetnis og ekki líkt vetni að neinu leyti. Vetni er til dæmis mjög eldfimt og gengur auðveldlega í samband við súrefni ef hitagjafi eða neisti eru til staðar. Vatn er hins vegar fulloxað og gengur því ekki í samband við súrefni þó hitagjafi eða neisti séu til staðar; vatn brennur því ekki.[1] Þessi eiginleiki vatns er grundvallaratriði til að hægt sé að nota vatn við að slökkva eld en einungis óbrennanleg efni er hægt að nota til verksins. Það myndi ekki ganga vel að slökkva eld með vatni ef vatnið myndi brenna við slökkvistarfið.

Vatn slekkur eld með því að kæla eldinn og með því að takmarka aðgang súrefnis að efninu sem brennur.

Það þarf þrennt til að eldur geti kviknað: hita, eldsneyti og súrefni. Þegar vatn er notað til að slökkva eld hefur það áhrif á hitann og súrefnisaðkomuna. Vatn hefur háan eðlisvarma (e. specific heat) sem þýðir að vatn getur dregið í sig mikla varmaorku án þess að hitna mikið sjálft. Þegar vatni er sprautað á eld dregur vatnið í sig hitann frá eldinum sem slokknar ef nóg er af vatninu; vatn slekkur sem sagt eld með því að kæla eldinn. Ef nógu miklu vatni er sprautað á eldinn getur vatnið náð að hylja efnið sem brennur og þannig hindrað aðgang súrefnis að efninu; eldurinn mun þá kafna því hann þarf súrefni til að nærast.

Tilvísun:
  1. ^ Því skal haldið til haga að hægt er að oxa vatn í vetnisperoxíð með aðstoða sterkari oxunarmiðla en súrefni en þær aðstæður eru ekki til staðar undir venjulegum kringumstæðum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.12.2021

Spyrjandi

Ólafur Magnússon, Bjarni Már Stefánsson, Lovísa Jónsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Getur vatn brunnið?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2021. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=20828.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 30. desember). Getur vatn brunnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20828

Emelía Eiríksdóttir. „Getur vatn brunnið?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2021. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20828>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur vatn brunnið?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni?

Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur vetnisfrumeindum (H) og hefur því sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bygging vatnssameindarinnar er eins og myndin hér að neðan sýnir, þar sem báðar vetnisfrumeindirnar tengjast súrefninu með einu efnatengi.

Skýringarmynd af byggingu vatnssameindar. Tvær vetnisfrumeindir tengjast súrefnisfrumeind með sitt hvoru efnatenginu.

Þegar efni gengur í efnasamband við súrefni tölum við um oxun eða bruna og felur þetta ferli oft í sér myndun ljóss og/eða hita. Þegar vetni brennur gengur það í samband við súrefni og myndar vatn samkvæmt eftirfarandi efnajöfnu:

$$2H_2+O_2 \to 2H_2 O$$

Vatn er því afurð bruna vetnis og ekki líkt vetni að neinu leyti. Vetni er til dæmis mjög eldfimt og gengur auðveldlega í samband við súrefni ef hitagjafi eða neisti eru til staðar. Vatn er hins vegar fulloxað og gengur því ekki í samband við súrefni þó hitagjafi eða neisti séu til staðar; vatn brennur því ekki.[1] Þessi eiginleiki vatns er grundvallaratriði til að hægt sé að nota vatn við að slökkva eld en einungis óbrennanleg efni er hægt að nota til verksins. Það myndi ekki ganga vel að slökkva eld með vatni ef vatnið myndi brenna við slökkvistarfið.

Vatn slekkur eld með því að kæla eldinn og með því að takmarka aðgang súrefnis að efninu sem brennur.

Það þarf þrennt til að eldur geti kviknað: hita, eldsneyti og súrefni. Þegar vatn er notað til að slökkva eld hefur það áhrif á hitann og súrefnisaðkomuna. Vatn hefur háan eðlisvarma (e. specific heat) sem þýðir að vatn getur dregið í sig mikla varmaorku án þess að hitna mikið sjálft. Þegar vatni er sprautað á eld dregur vatnið í sig hitann frá eldinum sem slokknar ef nóg er af vatninu; vatn slekkur sem sagt eld með því að kæla eldinn. Ef nógu miklu vatni er sprautað á eldinn getur vatnið náð að hylja efnið sem brennur og þannig hindrað aðgang súrefnis að efninu; eldurinn mun þá kafna því hann þarf súrefni til að nærast.

Tilvísun:
  1. ^ Því skal haldið til haga að hægt er að oxa vatn í vetnisperoxíð með aðstoða sterkari oxunarmiðla en súrefni en þær aðstæður eru ekki til staðar undir venjulegum kringumstæðum.

Heimildir og myndir:...