Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju halda kristnir hvíldardaginn á sunnudögum en ekki laugardögum?
Spurningin hljóðar svona í fullri lengd:Ef sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar og Guð hvíldi sig á 7. degi, hlýtur laugardagur að vera sá dagur sem hann hvíldi sig á. Er það ekki?Eins og spyrjandi bendir á stendur í Biblíunni að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig þann sjöunda, og að auki stendur þar ...
Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?
Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslæ...
Hverjir rannsaka eldgos?
Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...
Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?
Samkvæmt 26. grein reglugerðar nr. 652/2004 er stuðningsfjölskylda aðili sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili. Þetta er meðal annars gert í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum ...
Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?
Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...
Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?
Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja a...
Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?
Það er litningabreyting sem veldur Down-heilkenni og það uppgötvaðist fyrst árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn. Heilbrigðir einstaklingar hafa 23 litningapör eða alls 46 litninga. Einstaklingar sem eru með Down-heilkenni hafa auka erfðaefni í frumum líkamans, flestir þannig að þeir haf...
Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?
Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins...
Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?
Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að við vitum ekki ennþá hvert nálægasta sólkerfið við okkur sé. Menn hafa síðustu tíu ár fundið hátt í tvö hundruð ný sólkerfi en enn sem komið er bólar ekkert á reikistjörnum á stærð við jörðina, hvað þá lífvænlegum hnöttum. Tæknin sem við búum...
Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?
Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...
Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?
Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...
Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?
Orðið hamborgarhryggur sem notað er um reykt svínakjöt barst að öllum líkindum í íslensku úr dönsku. Danir kalla slíkt kjöt hamburgerryg eða hamborgerryg. Fyrri hluti danska orðsins, 'hamburger-', er í rauninni tvíræður og gæti frá sjónarmiði málfræðinnar þýtt hvort sem er 'hamborgar-' eða 'hamborgara-'. Lítill...
Hvað getið þið sagt mér um endur?
Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu ú...
Gætuð þið sagt mér allt um sauðnaut?
Sauðnaut (Ovibos moschatus) eru að mörgu leyti sérstök í útliti og minna um margt á hin útdauðu spendýr sem ríkjandi voru á ísöld. Þetta er einkum vegna feldarins, sem er bæði þykkur og langur líkt og var hjá hinum útdauðu mammútum og loðnashyrningum. Sauðnaut deildu einnig búsvæðum með áðurnefndum tegundum, en h...
Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?
Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...