Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?

Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um. Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá ei...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconJarðvísindi

Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?

Eldfjöll á Íslandi eru yfirleitt fjarri byggð og því ekki sérlega líklegt að menn deyi í eldgosum, sem betur fer! Þó var þetta frekar tæpt í Heimaeyjargosin 1973 enda var eldfjallið þá rétt hjá kaupstaðnum og hraun rann yfir mannabústaði fljótlega eftir að gosið hófst. Við munum eftir einu dæmi um að maður haf...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?

Orðasambandið að taka djúpt í árinni merkir að ‘fullyrða (of) mikið, vera ómyrkur í máli’. Í söfnum Orðabókar Háskólans eru til dæmi allt frá 17. öld. Ýmis afbrigði má finna í textum svo sem rista djúpt í árinni og drepa djúpt í árinni þar sem drepa merkir ‘dýfa’. Taka í árinni merkir bókstaflega ‘að róa’ og t...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?

Í ensku er fag 'sígaretta' stytting úr fag-end, 'stubbur, stúfur'. Upphafleg merking er því endi á sígarettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist frá því í lok 19. aldar. Orðið fag þekkist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karlmann frá þv...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er vont að bíta í álpappír ef maður er með silfurfyllingar í tönnum?

Þegar fólk hefur silfurfyllingar í munni og bítur í álpappír myndast rafstraumur sem kallast galvanismi. Galvanismi myndast í þessu tilfelli vegna snertingar ólíkra málma (ál og silfur). Málmar leiða vel rafstraum sem hefur áhrif á kviku (taugar) tanna og veldur sársauka (galvanic shock). Þessi sársauki er ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?

Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund. Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...

category-iconNæringarfræði

Er það rétt að skyr sem selt er í verslunum í dag sé bara jógúrt?

Spurning Vilbergs hljóðaði svona: Ég og vinirnir höfum verið að ræða hvort skyr.is eigi að flokkast sem skyr eða jógúrt. Getið þið útskýrt það fyrir okkur með borðleggjandi hætti? Það sem helst skilur skyr frá jógúrt er vinnsluaðferðin, en hún á þátt í að skyr flokkast til ferskosta meðan jógúrt telst til hefðb...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli? Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðe...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?

Upphafleg spurning var: Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun? Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tilteki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eyðir spennubreytir sem er í sambandi jafnmikilli raforku hvort sem hann er í notkun eða ekki?

Svarið er: Nei, hann eyðir meiri orku þegar hann er í notkun heldur en þegar hann er bara „í sambandi“. Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?

Upphaflega var spurt á þessa leið: Getið þið útskýrt betur hvað það felur í sér að kortleggja allt erfðaefni mannsins? - Helgi Jónsson Hvaða dyr opnar skráningin á erfðamengi mannsins? - Sæmundur Oddsson Gen eru gerð úr tvöföldum þráðum DNA-kjarnsýru sem er erfðaefni allra lífvera. (Sjá Hvað eru DNA og RNA og...

category-iconHugvísindi

Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...

Fleiri niðurstöður