Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8176 svör fundust

category-iconEfnafræði

Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út?

Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

category-iconHugvísindi

Hvenær urðu Forngrikkir að Grikkjum?

Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu: Annars vegar þannig að spurt sé hvenær í fornöld (Forn-)Grikkir urðu til sem þjóð – og hvað voru þeir áður en þeir voru Grikkir? Hins vegar þannig að spurt sé hvenær Forngrikkir hættu að vera Forn-Grikkir – og hvað urðu þeir þá í staðinn? Á bilinu 2100 til 1900 f.Kr. flut...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim. Frá árinu 1968 hafa klukkur á Íslandi verið stilltar eftir miðtíma Greenwich og er ekki skipt á milli sumar- og vetrartíma. Þetta þýðir að hádegi í Reykjavík, það er að segja þegar sól ...

category-iconEfnafræði

Hver er munurinn á blossamarki, brunamarki og íkveikjumarki?

Blossamark (e. flash point), brunamark (e. fire point) og íkveikjumark (e. ignition tempterature, einnig kallað sjálfsíkveikjumark, e. autoignition temperature) eru allt hugtök sem hafa með bruna efna að gera. Við tölum um bruna þegar efni hvarfast við súrefni þannig að úr verður eldur, það er að segja það myndast...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu?

Orðið buxur er tökuorð í íslensku úr miðlágþýsku boxe, buxe sem aftur var líklega samandregið úr bocks-hose, þ.e. 'buxur úr geithafursskinni'. Það er þekkt frá 16. öld. Upphafleg merking er líklega 'skálmaflík' og ástæðan fyrir fleirtölunni er sú að flíkin hafði tvær skálmar. Margir biðja um einar eða tvennar b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?

Orðasambandið að eggja e-n lögeggjan kemur þegar fyrir í fornu máli. Merkingin var að 'hvetja e-n mjög til að gera e-ð en fara þó að lögum'. Þekktasta dæmið mun vera úr Njáls sögu (98. kafla). "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan," sagði Skarphéðinn Njálsson þegar Bergþóra móðir hans hvatti hann til að fara að lögum...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að skilgreina hið vonda?

Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er auðveldara að læra stærðfræði með venjulegri aðferð en með Trachtenberg-aðferðinni?

Þessari spurningu er erfitt að svara afdráttarlaust. Áhangendur Trachtenberg-kerfisins halda því fram að þeirra kerfi sé einfaldara og auðlærðara. Máli sínu til stuðnings nefna þeir sögur af því hvernig Trachtenberg-kerfið hefur bylt árangri krakka sem hafa ekki haft neinn áhuga á reikningi. Ekki er þó víst að þet...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Satúrnus með hringi?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?

Forystufé er vel þekkt á Íslandi. En af hverju er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum nálægum löndum? Hefur þetta fé eiginleika sem eru, eða voru, verðmætir? Hvaða eiginleika hafa kindur af þessum stofni og eru þeir aðrir en eiginleikar annars íslensks fjár? Lítur þetta fé öðruvísi út en annað fé? Þet...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kreatín?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er kreatín og er óhollt fyrir unglinga í íþróttum að taka það?Hvað er kreatín mónóhydrate og hvernig virkar það?Hverjum gagnast inntaka á kreatíni?Hefur kreatín einhverjar aukaverkanir?Úr hverju er kreatín búið til?Hver eru áhrif kreatíns á mannslíkamann?Af hverju er kreatín ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?

Út frá líffræðilegu sjónarmiði er megin tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi þó þróun brjósta geti átt sér fleiri skýringar eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Orðið kynfæri er aftur á móti samheiti fyrir æxlunarfæri eða getnaðarfæri samkvæmt Íslenskri orðabók (2002). Brjóst eru því ekki hluti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um iðustrauma?

Þegar vökvi streymir fer það eftir eiginleikum hans (til dæmis seigju) og hraða streymisins hvernig efnið hegðar sér: lagstreymi heitir það þegar efnið streymir hægt og án ólgu, en iðustreymi þegar hraðinn fer yfir ákveðin mörk og hvirflar myndast. Þetta er sýnt á myndinn hér til hægri og lýsir hinni eðlisfræðileg...

category-iconHeimspeki

Geta skráðar siðareglur skapað traust?

Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...

Fleiri niðurstöður