Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3193 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?

Rekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Þar er stundað skógarhögg og timbrinu er fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu og Lenu í sögunarmyllur. Rekaviður á Ströndum. Suma drumbana rekur á haf út þar sem norðaustlægir hafstraumar bera þá að íshellu norðurpólsins. Þar fara drumbarnir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru roðamaurar hættulegir?

Roðamaur heitir réttu nafni veggjamítill (Bryobia praetiosa) en gengur einnig undir roðamaursheitinu. Veggjamítlar eru áttfætlumaurar og tilheyra fylkingu áttfætlna (Arachnida) eins og köngulær og sporðdrekar. Eiginlegir maurar hafa hins vegar sex fætur eins og önnur skordýr. Veggjamítlar eru ekki skaðlegir mönnu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?

Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?

Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconTrúarbrögð

Hver er saga Tórínó-líkklæðisins?

Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafn gaumgæfilega af vísindamönnum og sá sem kallaður hefur verið Tórínó-líkklæðið. Þessa línstranga, sem er 4,36 m langur og 1,10 m breiður, er fyrst getið í heimildum, að öruggt sé, upp úr miðri 14. öld. Eigandi hans þá var Geoffroi de Charnay aðalsma...

category-iconTrúarbrögð

Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur?

Það er rétt að árið 325 var haldið kirkjuþing í bænum Níkeu í Litlu-Asíu sem kallað var saman til þess að kveða niður deilur í kirkjunni um samband Jesú og Guðs. Hins vegar er það ekki rétt sem fram kemur í bókinni um Da Vinci lykilinn að fram að þeim tíma hafi „fylgismenn Jesú litið svo á að hann væri dauðlegur s...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til mörg svarthol og hvernig myndast þau?

Svarthol eru skilgreind sem svæði í tímarúminu þar sem þyngdaraflið er svo sterkt að allt sem er nálægt þeim sogast inn í þau og ekkert sleppur þaðan út, ekki einu sinni ljós. Svarthol eru því ein merkilegustu þekktu fyrirbæri alheimsins. Í svari sínu við spurningunni Hvað er svarthol? segja Þorsteinn Vilhjálmsson...

category-iconLögfræði

Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?

Upprunalega spurningin var: COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Esjan?

Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón áru...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfunda...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga?

1. Inngangsorð Ef maður ætlar að fara tiltekna vegalengd í rigningu og logni þá lendir minna vatn á manninum eftir því sem hann hleypur hraðar. Mannslíkamar eru flóknir hlutir og innbyrðis ólíkir, ganga eða hlaup er flókin hreyfing og rigning getur líka verið margs konar, ekki síst hér á Íslandi. Aðferð eðli...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar beinþynningu?

Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...

Fleiri niðurstöður