Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 673 svör fundust
Hvað hefur Vísindavefurinn að segja um Harry Potter?
Bókaflokkurinn um galdrastrákinn Harry Potter eftir J. K. Rowling er einn vinsælasti, ef ekki sá allra vinsælasti, í heimi. Þegar þetta er skrifað hafa komið út sex bækur og sú sjöunda og síðasta er væntanleg. Allnokkur svör má finna á Vísindavefnum sem beint eða óbeint tengjast Harry Potter og ævintýrum hans. Hér...
Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?
Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...
Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?
Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þrið...
Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?
Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...
Hver var Pálína sem hin svokölluðu Pálínuboð eru kennd við?
Pálínuboð er sams konar boð og það sem á ensku er kallað potluck party. Kemur þá hver og einn með eitthvað og leggur til með sér á matar- eða kaffiborðið. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu. Flestir kannast við...
Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri. Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir ...
Af hverju getur nammi ekki verið hollt?
Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi? Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluver...
Hvaðan koma nifteindirnar sem skotið er í úran-235?
Þegar nifteindum er skotið á kjarna getur þrennt gerst, í meginatriðum, ef nifteindin fer nægilega nálægt kjarnanum. Í fyrsta lagi geta kjarnakraftar valdið stefnubreytingu á nifteindinni. Í öðru lagi getur kjarninn gleypt nifteindina og umbreyst án kjarnaklofnunar (en þó getur það valdið því að geislun komi úr kj...
Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...
Eru mennirnir rándýr?
Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...
Hvað er beindrep?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til? Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur s...
Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?
Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...
Í hvaða fæðutegundum eru flókin kolvetni og í hvaða fæðutegundum eru einföld kolvetni?
Kolvetni finnast nær eingöngu í fæðutegundum sem eru úr jurtaríkinu. Eina kolvetnið úr dýraríkinu sem við borðum er svolítið af glýkógeni sem hefur stundum verið kallað dýramjölvi eða dýrasterkja á íslensku. Hér er um að ræða flókið kolvetni sem finnst í svolitlu magni í vöðvum og lifur og er orkuforði dýra. Við m...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?
Lilja Kjalarsdóttir er rannsókna- og þróunarstjóri hjá fyrirtækjunum KeyNatura og SagaMedica. Hún er einnig stundakennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrri rannsóknir Lilju hafa einkum snúið að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma. Lilja er fædd árið 1982. Hún...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?
Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar. Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa eink...