Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3027 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?

Leysir er íslenskun á enska orðinu "LASER" sem er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvernig er leysiljósið unnið? er "LASER" í raun rangnefni. Leysirinn er nefnilega annað og meira en magnari því hann er líka sveifl...

category-iconHugvísindi

Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?

Elsta dæmi um orðið féþúfa í söfnum Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld og kemur þar fyrir í orðasambandinu að gera féþúfu úr einhverju en algengastu myndirnar eru að gera sér eitthvað að féþúfu ‛hagnast á einhverju (oft með vafasömum hætti)’ og hafa einhvern að féþúfu ‛féfletta e-n’. Það var t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir örnefnið Ok?

Ok heitir dyngja ein við vesturenda Langjökuls, næstum 1200 m há. Jökull hefur legið ofan á fjallinu um langa hríð en er nú óðum að hverfa. Nafnið merkir 'ávöl hæð' eða 'bunga' og á vel við landslagið. Nafnið er ekki ungt, kemur þegar fyrir í Harðarsögu og Hólmverja. Í Lýsingu Borgarfjarðarsýslu frá 1854 (Mýra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar afhroð er hægt að gjalda?

Orðið afhroð merkir 'tjón, skaði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur það ummyndað úr afráð 'gjald, tjón’ vegna hugsanlegra tengsla við sögnina að hrjóða í merkingunni 'ryðja (burt), tæma’ og í fornu máli 'varpa burt, reka burt, ræna’ (Íslensk orðsifjabók 1989:4). Orðasambandið að gjalda afhroð 'verða fyrir miklu t...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?

Færeysk orð í íslensku munu býsna fá. Fyrirspurnir til fræðimanna hér á landi voru allar neikvæðar. Menn höfðu ekki heyrt um eða rekist á slík orð. Ég hafði þá samband við færeyskan málfræðing á Fróðskaparsetri og minnti hann mig á sögu sem Jóhan Hendrik Winther Poulsen prófessor sagði stundum, og í minni áheyrn, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er íslenska heitið yfir Springbok - Antidorcas marsupialis? Er það stökkhjörtur, stökkbukki eða stökkantilópa? Eða eitthvað allt annað? Það er vel þekkt að fleiri en eitt heiti er notað yfir sömu dýrategundina. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók sem út kom 1989 í ritstjórn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“? Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?

Nafn árinnar Korpu í Mosfellssveit er hugsanlega dregið af orðinu korpa 'hrukka', samanber kyrpingur. Bæjarnafnið Korpúlfsstaðir var reyndar stundum skrifað Kortólfsstaðir í eldri heimildum (Ísl. fornbréfasafn I:507) eða Kortúlfsstaðir (Jarðabók ÁM og PV III:450), en Korpúlfsstaðir er væntanlega eldra. Við bæinn e...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu?

Heimskautsbaugarnir (e. polar circles) eru tveir ímyndaðir baugar sem liggja um jörðina. Annar þeirra er suðurheimskautsbaugur en hinn norðurheimskautsbaugur. Baugarnir liggja nálægt 66,5° suðlægrar og norðlægrar breiddar og teljast til breiddarbauga (e. circles of latitude) jarðar. Heimskautsbaugarnir afmarka ...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Snæfellsjökull seinast?

Snæfellsjökull gaus seinast fyrir tæpum 1800 árum. Miðað við okkar tímatal átti gosið sér því stað um 200 árum e.Kr., það er að segja löngu fyrir landnám manna á Íslandi. Þá hófst mikið þeytigos og súr aska og vikur barst í norðausturátt frá fjallinu. Þetta er stærsta gos í jöklinum á nútíma en að öllum líkind...

category-iconHugvísindi

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?

Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vesturnílarveira?

Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?

Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim. Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi b...

Fleiri niðurstöður