Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1952 svör fundust
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?
Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?
Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...
Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?
Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka eins...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?
Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...
Af hverju eru bananar gulir?
Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...
Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?
Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...
Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?
Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættri eldgosahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 56 talsins, þar af 33 gos síðustu 50 árin og 18 á þessari öld. Litli-Hrútur, mynd frá 18. júlí 2023. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos á rúmlega tveggj...
Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hver eru merkustu rit Jóns lærða?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Mikilvægasta heimild um Jón lærða er ævikvæði hans, Fjölmóður, sem hann setti sa...
Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?
Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...
Hvernig mælir maður magn nitursambanda í jarðvegi?
Algengustu mælingar á nitursamböndum (köfnunarefnissamböndum) í jarðvegi eru mælingar á heildarmagni niturs (N) og ólífræns niturs (ammóníum og nítrat). Auk þess eru margvísleg nitursambönd í lífrænum efnum í jarðvegi, allt frá plöntuleifum til moldarefna. Í stuttu máli er hér greint frá nokkrum algengum mæliaðfe...
Hvað getið þið sagt mér um brandháf?
BrandháfurBrandháfurinn (Hexanchus griseus) er líklega næstalgengasti háfiskurinn, næst á eftir hvíthákarlinum (Carcharodon carcharias). Eins og sjá má á mynd 2 þá finnst hann víða. Kortið sýnir að útbreiðsla hans sé allt í kringum Ísland en það er að öllum líkindum rangt því hann hefur einungis komið í veiðarfæri...
Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum?
Golfstraumurinn flytur hlýjan og selturíkan sjó norður eftir Norður-Atlantshafi, miðlar varma til loftsins og því er veðurfar í norðvestur Evrópu og á Íslandi hlýtt miðað við hnattlegu eða breiddargráðu. Þegar ísöld ríkti síðast á norðurhveli, fyrir meira en 10.000 árum, er talið að Golfstraumurinn hafi flætt í No...