Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka einstök atriði siðaskiptasögunnar. Þar fyrir utan hefur Hjalti fengist við kirkjusögu 19. og 20. aldar og jafnframt fjallað um trúarlíf Íslendinga og breytingar á því á mörkun sveita- og þéttbýlissamfélags.

Viðamikill þáttur í rannsóknum Hjalta hefur verið á sviði kirkju- og trúarbragðaréttar. Þar hefur hann fjallað um tengsl og aðskilnaðar ríkis og kirkju, trúfrelsi og þjóðkirkjuskipan á 21. öld.

Loks hefur Hjalti ritað nokkuð um trú og íslenskar nútímabókmenntir.

Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans hefur verið á sviði kirkju- og trúarbragðaréttar.

Hjalti hefur leitt tvö stór rannsóknarverkefni. Lauk öðru með ritröðinn Kristni á Íslandi (Alþingi, 2000). Hinu lauk á síðastliðnu ári með safnritinu Áhrif Lúthers (Hið íslenska bókmenntafélag, 2017).

Niðurstöður sínar hefur Hjalti einkum birt í greinum og bókaköflum hér á landi og erlendis. Meðal helstu verka eru: Bessastadaskolan ett försök till prästskola í Island 1805–1846 (doktorsritgerð, 1983), Frumkristni og upphaf kirkju (2000) og ritgerð um kristna trúarhætti í Íslensk Þjóðmenning V (1988).

Hjalti Hugason er fæddur á Akureyri 1952. Hann varð stúdent frá MA 1972, lauk cand. theol. prófi frá HÍ 1977, doktorsprófi í almennri og norrænni kirkjusögu frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1983. Doktorsritgerðin fjallaði um menntun og félagssögu íslenskra presta á fyrri hluta 19. aldar. Hjalti starfaði við Kennaraháskóla Íslands frá 1986 til 1991 en síðan við Guðsfræði- síðar Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Hann hefur verið prófessor frá 1994.

Mynd:

Útgáfudagur

6.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2018. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75190.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75190

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2018. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75190>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?
Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka einstök atriði siðaskiptasögunnar. Þar fyrir utan hefur Hjalti fengist við kirkjusögu 19. og 20. aldar og jafnframt fjallað um trúarlíf Íslendinga og breytingar á því á mörkun sveita- og þéttbýlissamfélags.

Viðamikill þáttur í rannsóknum Hjalta hefur verið á sviði kirkju- og trúarbragðaréttar. Þar hefur hann fjallað um tengsl og aðskilnaðar ríkis og kirkju, trúfrelsi og þjóðkirkjuskipan á 21. öld.

Loks hefur Hjalti ritað nokkuð um trú og íslenskar nútímabókmenntir.

Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans hefur verið á sviði kirkju- og trúarbragðaréttar.

Hjalti hefur leitt tvö stór rannsóknarverkefni. Lauk öðru með ritröðinn Kristni á Íslandi (Alþingi, 2000). Hinu lauk á síðastliðnu ári með safnritinu Áhrif Lúthers (Hið íslenska bókmenntafélag, 2017).

Niðurstöður sínar hefur Hjalti einkum birt í greinum og bókaköflum hér á landi og erlendis. Meðal helstu verka eru: Bessastadaskolan ett försök till prästskola í Island 1805–1846 (doktorsritgerð, 1983), Frumkristni og upphaf kirkju (2000) og ritgerð um kristna trúarhætti í Íslensk Þjóðmenning V (1988).

Hjalti Hugason er fæddur á Akureyri 1952. Hann varð stúdent frá MA 1972, lauk cand. theol. prófi frá HÍ 1977, doktorsprófi í almennri og norrænni kirkjusögu frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1983. Doktorsritgerðin fjallaði um menntun og félagssögu íslenskra presta á fyrri hluta 19. aldar. Hjalti starfaði við Kennaraháskóla Íslands frá 1986 til 1991 en síðan við Guðsfræði- síðar Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Hann hefur verið prófessor frá 1994.

Mynd:

...