Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Eru lík smurð á Íslandi?

Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?

Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er innkirtlakerfi?

Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?

Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær fólk bólur?

Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?

Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en ka...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?

Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisbo...

category-iconHeimspeki

Af hverju er vatn blautt?

Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér. Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kan...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?

Hvaða ríki teljast til Norður-Ameríku og hver til Suður-Ameríku fer aðallega eftir skilgreiningum á landsvæðunum. Einnig skiptir máli hvort eingöngu eru talin sjálfstæð ríki eða hvort öll lönd, burtséð frá því hvort þau hafa fullt sjálfstæði eða ekki, teljast með. Löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvæ...

category-iconEfnafræði

Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?

Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...

category-iconHugvísindi

Hver drap Snorra Sturluson?

Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?

Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft. Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og ...

category-iconLæknisfræði

Er líklegt að maður fái krabbamein ef margir í fjölskyldunni hafa fengið það?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er krabbamein arfgengt?Hvaða krabbamein erfast? Þessum spurningum er ekki hægt að svara með einföldu „já“ eða „nei“. Krabbamein eru talsvert algeng og því greinast þau í öllum fjölskyldum. Búast má við þeim mun fleiri tilvikum innan fjölskyldu eftir því sem hún er stærri og meðal...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru byssur til?

Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis ...

Fleiri niðurstöður