Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2499 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?

Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘pening...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru sniglar slímugir?

Sniglar framleiða slím til að auðvelda þeim að skríða. Yst í húð snigilsins eru frumur sem seyta slímkenndu efni. Slímið gerir sniglinum auðveldara að smjúga eftir undirlaginu. Í slími snigla er sykurprótín sem getur drepið bakteríur. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Fæðast sniglar með skel? eftir Jón Má Halld...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju á Guð heima í himnaríki?

Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt? Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?

Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir sko?

Upphrópunin sko er notuð á fleiri en einn veg. Stundum er hún ábending um að taka eftir einhverju, veita einhverju athygli og hefur þá svipaða merkingu og ‘sjáðu, líttu á’. Í þessari merkingu er upphrópunin oft notuð þegar verið er að sýna litlum börnum myndir: ,,Sko bangsann”, ,,sko boltann”. Upphrópunin er l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?

Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerl...

category-iconHugvísindi

Af hverju er gott að hafa "undirtökin" í leik ef menn ætla sér að vinna? Væri ekki eðlilegra að menn hefðu "yfirtökin"?

Orðin undirtök og yfirtök eru bæði komin úr málfari tengdu glímu. Með undirtök er átt við tak utan um andstæðinginn undir höndum hans í átökum, einkum í hryggspennu. Sú staða var góð og þess vegna stóð sá betur að vígi sem hafði undirtökin. Yfirtök eru ytri tök í hryggspennu en í yfirfærðri merkingu er orðið notað...

category-iconHugvísindi

Við vinirnir erum að deila um hvort eigi að segja 'margur telur mig sig' eða 'margur telur sig mig'? Hvort er réttara?

Orðasambandið sem spurt er um er margur hyggur (telur, álítur) mig sig. Hugmyndin að baki er að margur maðurinn hyggur að aðrir séu eins og hann sjálfur. Það er oftast notað í háði og í neikvæðri merkingu. Sá sem tekur svo til orða er þá oftast að hæðast að öðrum manni með því að gefa í skyn að hann telji sig stan...

category-iconHugvísindi

Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?

Framsögn er mjög einstaklingsbundin og tilefni misjöfn. Stundum hentar að tala hægt til að leggja áherslu á það sem verið er að segja en aðeins stutta stund. Hraðmæli er sjaldan ákjósanlegt. Of hægur upplestur og ofskýrmæli missa marks vegna þess að hætt er við að athygli áheyrenda dofni. Of hraður og óskýr lestur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eyðir spennubreytir sem er í sambandi jafnmikilli raforku hvort sem hann er í notkun eða ekki?

Svarið er: Nei, hann eyðir meiri orku þegar hann er í notkun heldur en þegar hann er bara „í sambandi“. Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gullinsnið?

Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldfjall hefur gosið mest?

Virkustu eldfjöll á Íslandi eru sennilega Hekla, Grímsvötn og Katla. Sé litið svo á, sem margir gera, að Skaftáreldagosið 1783 tengist í rauninni Grímsvötnum, eru þau það eldfjall sem mest hefur gosið. Lakagígahraunið eitt er talið vera um 15 km3 — mest að rúmmáli þeirra hrauna sem runnið hafa á sögulegum tíma. Að...

category-iconLæknisfræði

Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...

Fleiri niðurstöður