Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1143 svör fundust
Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?
Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...
Eru tölvuleikir vanabindandi?
Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann ...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Hver fann upp fótboltann?
Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...
Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?
Hér einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru mikla líkur á að það skelli loftsteinn á jörðina? (Auðunn Axel Ólafsson f. 1988)Hverjar eru líkurnar á því að steinn lendi á jörðinni? (Jakob Guðnason f. 1986)Er líklegt að stór loftsteinn lendi á jörðinni á næstunni? (Laufey Dóra Áskelsdóttir, f. 1990.)Allar líku...
Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?
Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...
Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...
Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út? (Björn Reynisson)Hvað er hlutur lengi að finna fyrir þyngdaráhrifum annars hlutar? „Samstundis“ eða með hraða ljóssins? (Jón Pétursson)Hversu hratt ferðast þyngdarkrafturinn? (Benjamín Sigurgeirsson)Verkar þyngdarafl í geimnum samstun...
Getið þið sagt mér eitthvað um útræn öfl?
Kennslubók Þorleifs Einarssonar (1931-1999), Jarðfræði er gagnleg fyrir þá sem vilja fræðast um jarðvísindi á íslensku. Í inngangi að 5. útgáfu bókarinnar frá árinu 1985 segir Þorleifur eftirfarandi:Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar...
Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?
Staðlar: GNP og HDI Eins og fram kemur í ritinu Þróun og þróunaraðstoð eftir Jón Orm Halldórsson (1992), hafa flestar forsendur þróunaraðstoðar í heiminum reynst rangar (sjá einnig í Crewe og Harrison, 1999). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, The Human Development Report 2003, kemur fram að síðastliðin tíu ár hafi ...
Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?
Áður en bók Charles Darwins (1809-1882) Uppruni tegundanna kom út árið 1859 voru flestir Vesturlandabúar á þeirri skoðun að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Darwin ber kenningu sína saman við þessa hugmynd allvíða í bókinni. Hana má kalla sköpunarhyggju á íslensku en á ensku er hún oft nefnd cr...
Hver er saga grískrar heimspeki?
Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...
Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?
Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...
Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...
Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?
Spyrjandi bætir við: Hvað eru þeir hávaxnir? Eru konurnar líka hávaxnar? Og hvasð eru þeir margir? Tutsiættbálkurinn (einnig nefndur Watusi) býr á landsvæði sem nær yfir ríki Rúanda og Búrúndí. Í Rúanda búa rúmlega 8,6 milljónir manna, þar af um 15% Tutsimenn (tæplega 1,3 milljónir). Í Búrúndí búa rétt rúmar 8 ...