Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 320 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?

Þvottabretti er það kallað, þegar litlar öldur myndast þvert á akstursstefnu á yfirborði malarslitlaga. Þrenns konar ástæður eru nefndar fyrir myndun þvottabretta. Í fyrsta lagi aðskilnaður og tilfærsla korna í vegyfirborðinu, sem er líklegasta skýringin þegar yfirborðið er þurrt. Í öðru lagi geta þvottabretti ...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvalir með hár?

Feldur spendýra hefur það meginhlutverk að halda á þeim hita. Ef feldurinn blotnar dregur mikið úr einangrunargildi hans. Þróunin hjá sjávarspendýrum hefur því orðið sú að í stað líkamshára hafa þau þykkt fitulag sem er mun betri varmaeinangrun í sjónum. Hvalir eru þó ekki með öllu hárlausir. Í móðurkviði eru ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera "strýheill"?

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?

Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltin...

category-iconFélagsvísindi

Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?

Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....

category-iconVeðurfræði

Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi?

Upprunalegu spurningarnar voru: Er möguleiki á að fólk greinist með falskt jákvætt próf og ef svo hversu miklar líkur eru á fölskum jákvæðum prófum? (Arnbjörg). Hversu áreiðanlegar eru niðurstöðurnar úr COVID-19 skimun/prófi hér á landi? Það er hversu mörg prósent af sýktum gefa fram jákvæða niðurstöðu? (Ottó)...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er kertalogi?

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?

Flestir meðfæddir hjartasjúkdómar virðast auka tíðni efri og neðri öndunarfærasýkinga en ég kannast ekki sérstaklega við að kvef sé algengara hjá þessum börnum, þó að svo kunni að vera. Ég geri ráð fyrir að með opinni fósturæð sé átt við opinn brjóstgang (patent ductus arteriosus) sem er æð milli lungnaslag...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður plast til?

Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni. Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að fæðast með tennur?

Tennur mannsins ganga í raun í gegnum 4 þroskunarstig: Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna. Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar. Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?

Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu. Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...

category-iconSálfræði

Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?

Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cin...

Fleiri niðurstöður