Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1765 svör fundust
Getum við munað eftir einhverju sem gerðist í lífi okkar fyrir þriggja ára aldur?
Ólíklegt er að fullorðið fólk muni eftir atburðum sem gerðust fyrir þriggja eða fjögurra ára aldur. Þetta kallast bernskuóminni (e. infantile amnesia, childhood amnesia) og hefur lengi verið þekkt. Á seinni árum hafa bæði hugrænir sálfræðingar (e. cognitive psychologists) og hugfræðingar (e. cognitive scientis...
Hvers konar dýr eru tapírar?
Tapírar tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) líkt og hestar og nashyrningar. Til eru fjórar tegundir tapíra sem allar tilheyra sömu ættkvíslinni, Tapirus. Tapírar eru á stærð við asna, samanreknir, kubbslegir, með stutta rófu og vega á bilinu 150 – 300 kg. Augljósasta einkenni þeirra er þó stut...
Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu? Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótg...
Hvað eru þyngdarbylgjur?
Þyngdargeislun eða þyngdarbylgjur eru bylgjur í þyngdarsviði massamikilla hluta, hliðstæðar rafsegulbylgjum. Til eru lausnir á jöfnum almennu afstæðiskenningarinnar sem lýsa bylgjunum en vísindamönnum hefur ekki tekist að nema þyngdarbylgjur. Eftir að Isaac Newton setti fram sínar hugmyndir um eðli þyngdarinnar...
Hvað getið þið sagt mér um svifíkorna?
Í reynd teljast 43 tegundir til ættbálks (e. tribe) svokallaðra svifíkorna sem á fræðimáli nefnist Pteromyini og heyrir undir ætt íkorna (Sciuridae). Samkvæmt heimildum eru svifíkornar flokkaðir niður í 15 ættkvíslir (e. genus). Tegundaríkust þessara ættkvísla er ættkvísl pokasvifíkorna (Petaurista) en til henn...
Hvað er hægt að segja um hæstu tölu sem gengur upp í tiltekinni tölu, meðal annars ef hún er margfeldi tveggja frumtalna?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef p og q eru prímtölur og r = p ∙ q, er þá hæsta talan sem gengur upp í r rótin af r og það er þegar p = q?Hér er spurt um helstil margt í senn en við höfum reynt að greiða úr því. Fyrst er rétt að rifja það upp að frumtala eða prímtala er tala sem engin heiltala gen...
Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?
Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist haf...
Hvað eru margir staðir á Íslandi sem byrja á stafnum M eða H?
Á Veraldarvefnum er hægt að leita að staðarnöfnum í sérstakri Örnefnaskrá. Ef slegnir eru inn bókstafirnir M og H, leitar forritið að öllum staðarnöfnum í grunninum sem byrja á stöfunum. Samkvæmt talningu byrja 913 staðarnöfn á M og 2783 á H. Hér sést kort með fjölmörgum staðarnöfnum sem byrja á H....
Er það þekkt að Alzheimers-sjúklingar kannist ekki við eigin spegilmynd?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það til í dæminu að Alzheimers-sjúklingar líti í spegil og þekki ekki sjálfan sig? Stutta svarið við spurningunni er: Já, það getur átt sér stað. Fyrirbærinu var sennilega fyrst lýst árið 1928. Þar var um að ræða tæplega sjötugan karlmann með heilabilun. Þegar ha...
Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...
Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...
Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...
Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu?
Hefðbundið er að flokka hraun eftir efnasamsetningu í basísk, ísúr og súr hraun (sjá mynd). Hraun af basískri samsetningu eru langalgengust. Þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar og mynda stærsta hluta hafsbotnsins, meirihluta úthafseyja og flæðibasaltfláka meginlandanna.[1] Þó að ísúr og súr hraun séu til st...
Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?
Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...
Hvað er hinn svokallaði G-blettur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...