Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 689 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna hafa allar margliður að minnsta kosti eina rót í mengi tvinntalnanna?

Við skulum byrja á að rifja upp hvað margliður og tvinntölur eru svo að allir viti hvað um er rætt. Tvinntala er tala á forminu a + ib, þar sem a og b eru venjulegar rauntölur, og i er fasti sem uppfyllir að i2 = -1. Allar venjulegar rauntölur eru líka tvinntölur, því ef a er rauntala þá má skrifa hana sem a + i*0...

category-iconStærðfræði

Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?

Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?

Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?

Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...

category-iconStærðfræði

Hvað er staðalfrávik?

Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconEfnafræði

Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?

Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?

Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?

Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?

Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna. En hvað með ensku? Sami orðstofn er til...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Berast ljósgeislar í andrúmsloftinu til okkar eftir beinni línu eða geta þeir bognað?

Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...

Fleiri niðurstöður