Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9696 svör fundust
Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?
Það er almenn regla meðal stærri spendýra að þau eignist aðeins eitt afkvæmi í einu. Tvíburafæðingar hjá þessum dýrum eru því afar sjaldgæfar en slíkt kemur þó fyrir, meðal annars hjá fílum (Elephantidae), en höfundur hefur ekki upplýsingar um tíðni slíkra fæðinga. Það má segja að fílar sem tegund græði lítið...
Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?
Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...
Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?
Spyrjandi lét mynd fylgja með spurningunni auk þessarar skýringar: Þannig er til komið að þetta er letur sem einn húðflúrari notar í sérstökum tilfellum (segir hann) en þetta tjáði hann mér að væru Valhallar-rúnir sem ég veit ekki hvort séu til. En þetta er ég með flúrað á mig. Önnur deili ku ég ekki vita. ...
Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...
Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?
Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...
Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?
Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna. Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. ...
Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?
Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um. Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar gei...
Hvað er indí-tónlist?
Nöfn á stefnum og undirgeirum dægurtónlistarinnar eða poppsins eiga sér misaugljósan uppruna. Sum nöfnin urðu til á einhverju tímabili og svo gott sem ómögulegt er að finna höfund þeirra á meðan önnur, eins og pönkið til dæmis, er hægt að festa á tiltekna blaðamenn og ár.[1] Tónlistarstefnan indí, eða „indie“ á...
Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?
Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...
Hvernig fór Gauss að því leggja saman tölurnar 1 til 100 þegar stærðfræðikennarinn ætlaði að láta hann sitja eftir í skólanum?
Johann Carl Friedrich Gauss (1777 - 1855) er jafnan talinn í hópi allra mestu stærðfræðinga sem uppi hafa verið. Oft er sögð sú saga að sem barn að aldri hafi Gauss fengið það verkefni í reikningstíma að leggja saman tölurnar frá 1 til 100 og hann hafi leyst það á augabragði og skrifað rétt svar niður strax. Fyrs...
Hvers konar rit er Heimskringla?
Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...
Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...
Hvernig er eyðimerkurgróður?
Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum. Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess a...
Hversu dýr mundi Hafliði allur vera?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hver var hann þessi Hafliði sem þótti svo dýr (allur) og hvað kostaði hann eiginlega? Hver er merkingin í orðasambandinu 'dýr mundi Hafliði allur' og hvaðan kemur það? Af Hafliða segir í Þorgils sögu og Hafliða sem er einn kaflinn í Sturlungu. Hafliði var Másson og bjó á...
Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt? Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af ...