Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?
Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...
Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?
Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...
Hefur glæpatíðni aukist á Íslandi undanfarin ár?
Þegar rætt er um glæpatíðni er átt við fjölda afbrota miðað við íbúafjölda, oftast mælt sem fjöldi skráðra brota á hverja 10.000 íbúa á ári. Þetta gerir okkur kleift að bera saman afbrotatölur milli ára og milli landa, og taka um leið tillit til þess að fólksfjöldi getur verið mjög ólíkur sem hefur áhrif á fjölda ...
Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?
Margir kannast væntanlega við söguna um týndu eyjuna Atlantis en eins og fram kemur í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Var hin týnda Atlantis raunverulega til? eru nær allir fræðimenn sammála um að sú saga sé skálduð. Hins vegar eru leifar raunverulegra búsetusvæða - borga eða bæja[1] - að finna á haf...
Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?
Nafnið Hvallátur (ft.) er til á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu: Eyjaklasi á Breiðafirði. Bær norðan Látrabjargs í V-Barðastrandarsýslu. (Landnámabók) = Látur.Hvallátradalur er hátt uppi í Lambadalshlíð í Dýrafirði. = Látur á Látraströnd í S-Þingeyjarsýslu. Nefnt Hvallátur í Landnámabók. Nafnið er samkvæ...
Getur gervigreind skrifað greinar á Vísindavefnum? — Myndband
Gæti gervigreind tekið við af höfundum Vísindavefsins og svarað spurningum landsmanna um vísindi? Er það raunhæfur möguleiki? Stenst gervigreindin kröfur um áreiðanleika og vísindaleg vinnubrögð? Hér er þessum spurningum og mörgum öðrum svarað í stuttu erindi sem flutt var á 25 ára afmælismálþingi Vísindavefs H...
Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?
Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegun...
Hvernig á að breyta einingunni ml/l um magn óbundins súrefnis í sjó í míkrómól á kg?
Spyrjandi setti spurningu sína fram sem hér segir:Hvernig breytir maður einingunni ml/l í míkrómól á kg fyrir súrefnishlutfall í sjó, t.d. 8,223 ml/l miðað við hitastig 7,81°C og seltu 30,284 á 0 m dýpi?Það er því miður ekki á verksviði Vísindavefsins almennt að svara svona spurningum sem flokkast undir tæknilega ...
Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?
Já, það er rétt. Af þeim rúmlega 80 tegundum köngulóa sem hafa fundist hér á landi eru örfáar sem hafa nógu öflug klóskæri til að stinga í gegnum húð manna. Þær eru krossköngulóin (Araneus diadematus), heiðaköngulóin (Arctosa alpigena) og skurðalóin(Leptorhoptrum robustum). Þess má þó geta að bit af völdum þessa...
Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?
Ekkert mælir gegn því að barn sé ættleitt öðru sinni eða jafnvel oftar. Ekki er í lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar að finna nein ákvæði um hámarksaldur þess sem ættleiddur er. Þó þyrfti barn sem ættleitt er öðru sinni eða oftar að sjálfsögðu að uppfylla almenn skilyrði ættleiðingarlaga sem og ættleiðandi. Í ...
Hvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta?
Framlegð og álagning eru náskyld fyrirbrigði og einfalt að skýra með dæmi. Gerum ráð fyrir að verslun kaupi vöru á 100 krónur og selji á 125 og sleppum virðisaukaskatti til að einfalda málið (við svíkjumst þó auðvitað ekki undan því að greiða virðisaukaskatt!). Þá eru bæði álagning á vöruna og framlegð af henni 25...
Hvað er maður lengi að ferðast til Andrómedu ef maður ekur á 60 km hraða á klukkustund?
Hér á spyrjandi líklega við vetrarbrautina Andrómedu en ekki stjörnumerkið. Andrómedavetrarbrautin er í um tveggja milljón ljósára fjarlægð. Það þýðir að ljósið frá henni er 2.000.000 ár að ná til jarðar, vitanlega á ljóshraða. Ljóshraðinn er um 300.000 km á sekúndu. Það jafngildir 9.460.800.000.000 km á ári...
Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað?
Já, Alþingi getur komið saman utan Reykjavíkur og sinnt hefðbundnum þingstörfum. Í 37. grein stjórnarskrárinnar segir:Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.Heimildin til að ákve...
Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?
Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna. Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist ...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...