Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2401 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?

Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?

Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að auka súrefnisupptöku í blóði, til þess að bæta árangur með löglegum hætti í hlaupum?

Árangur í langhlaupum er sterklega tengdur getu vöðvanna til að nota súrefni. Hjá heilbrigðu fólki geta vöðvarnir notað mun meira af súrefni en blóðið nær að flytja til þeirra. Því skiptir verulegu máli hversu mikið súrefni blóðið getur flutt. Súrefni, eins og flest annað efni, flæðir frá svæðum þar sem styrk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?

Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?

Spurningin í heild sinni var svohljóðandi: Hvers vegna er notuð komma á Íslandi til að skipta á milli heiltöluhluta og aukastafa í stað punkts eins og tíðkast á flestum öðrum stöðum? Er þetta gert eingöngu til að valda vandræðum eða er einhver vitleg ástæða á bak við þetta? Mismunandi hefðir eru í heiminum u...

category-iconLífvísindi: almennt

Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?

Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær verðum við eldri borgarar?

Upprunalega spurningin var: Hvert er viðmiðið við að teljast eldri borgari? „Eldri borgari“ er í sjálfu sér teygjanlegt hugtak. Almennt er litið svo á að sá sem hefur lokið föstu starfi og er kominn á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára, en þá hefur þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?

Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er...

category-iconHugvísindi

Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?

Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?

Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...

category-iconHugvísindi

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

category-iconHugvísindi

Hvað var Pelópsskagastríðið?

Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...

category-iconNæringarfræði

Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk til að auka neyslu á skordýrum. Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld? Er eitthvað sem ber að varast? Skordýr sem fæða handa mönnum komust almennilega á dagskrá í hinum vestræna heimi eftir útgáfu skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?

Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...

Fleiri niðurstöður