Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1241 svör fundust
Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára ...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?
Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...
Hver var al-Khwarismi og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Menning stóð með miklum blóma í Mið-Austurlöndum á áttundu og níundu öld e.Kr. Hún nefndist íslömsk menning, kennd við trúarbrögðin sem urðu til þar á sjöundu öld, íslam. Abū Abdallāh Mohamed ibn-Mūsā al-Khwārismī var íslamskur rithöfundur sem var uppi um það bil 780–850 e.Kr. Al-Khw&...
Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?
Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...
Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?
James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...
Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?
Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...
Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?
Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...
Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?
Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...
Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?
Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...
Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?
Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...
Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk? Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluð...
Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?
Þarf forsetabústað? Svo virðist sem að ekki hafi annað komið til greina en að forseti íslenska lýðveldisins hefði opinberan bústað eins og aðrir þjóðhöfðingjar. Gengið var út frá því að hann þyrfti húsnæði þar sem hægt væri að halda fundi og taka á móti innlendum og erlendum gestum, þar á meðal kóngum, drottningu...