Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1607 svör fundust

category-iconFornleifafræði

Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Enski fornleifafræðingurinn William Matthew Flinders Petrie var leiðandi í rannsóknum á fornöld Egyptalands og Palestínu í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en er best þekktur nú á dögum sem frumkvöðull í beitingu vísindalegra vinnubragða við uppgröft og greiningu forngripa. Flinders Petrie fæddist í Kent á...

category-iconLæknisfræði

Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?

Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...

category-iconNæringarfræði

Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?

Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?

Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Ísla...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan kom COVID-19-veiran?

Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Sun Tzu eða Sunzi og hvers konar rit um hernað skrifaði hann?

Sunzi (eða Sun Tzu samkvæmt annarri umritunarhefð sem nú þykir að mestu úrelt), á íslensku Meistari Sun, hét réttu nafni Sun Wu og herma elstu heimildir að hann hafi fæðst árið 535 f.Kr. þar sem nú er héraðið Shandong í Kína. Sagt er að hann hafi ritað stórvirki sitt, Hernaðarlistina eða á frummálinu Sunzi bingfa ...

category-iconKynjafræði

Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?

Á heimasíðunni Hinsegin frá Ö til A, þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um hinsegin málefni, er gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism eða homophobia) skilgreind á eftirfarandi máta: Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi?

Upprunalegu spurningarnar voru: Er möguleiki á að fólk greinist með falskt jákvætt próf og ef svo hversu miklar líkur eru á fölskum jákvæðum prófum? (Arnbjörg). Hversu áreiðanlegar eru niðurstöðurnar úr COVID-19 skimun/prófi hér á landi? Það er hversu mörg prósent af sýktum gefa fram jákvæða niðurstöðu? (Ottó)...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóða lögmál Keplers?

Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...

category-iconEfnafræði

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað?

Bryndís Brandsdóttir er vísindamaður við Jarðvísindastofnun, Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Rannsóknir Bryndísar tengjast uppbyggingu jarðskorpu Íslands og úthafshryggjanna er að landinu liggja. Rannsóknagögnin eru bylgjur frá jarðskjálftum og manngerðum tækjum af ýmsum toga, sem ferðast um svæðin sem verið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

Fleiri niðurstöður