Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2167 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?

Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?

Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar. Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt s...

category-iconEfnafræði

Hvað er sýrustig (pH)?

Upphafleg spurning var:Hvert er sýrustig (pH) vatns? en hér er í rauninni svarað víðtækari spurningu. Fyrst ber að geta þess að sýrsutig (pH) ómengaðs vatns við stofuhita (25°C) hefur gildið 7. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar viðkomandi lausnir eru. Sýrustig ákvarðas...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?

Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...

category-iconHeimspeki

Er vit í tilfinningum?

Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?

Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var Gaston Julia?

Gaston Maurice Julia (1893 - 1978) var franskur stærðfræðingur sem rannsakaði mengi sem tengjast ítrunum á ákveðnum föllum. Hann fæddist í Alsír, sem var undir yfirráðum Frakka á þessum tíma, og barðist í fyrri heimstyrjöldinni. Hann misst nefið í árás Þjóðverja og allt frá því bar hann leðurpjötlu á andlitinu í s...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp á lyftum?

Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?

Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...

category-iconEfnafræði

Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?

Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron. Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru sum hraun svört en önnur rauð?

Rautt gjall, til dæmis í Rauðhólum við Reykjavík og í Seyðishólum í Grímsnesi, þiggur lit sinn af smásæjum kornum af steindinni hematíti (blóðsteini, Fe2O3) sem er oxíð af þrígildu járni (Fe3+). Í basaltbráð er tvígilt járn (Fe2+) yfirgnæfandi og við kólnun og kristöllun binst þrígilda járnið því tvígilda og mynda...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...

category-iconStærðfræði

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

category-iconSálfræði

Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál: Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri? Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við? Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum? Hvað er ...

category-iconHeimspeki

Hvað er markhyggja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...

Fleiri niðurstöður