Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru?
Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Er kraftur sama og orka? segir meðal annars:Orka er eiginleiki sem hlutir búa yfir. Hún kemur fyrir í ýmsum myndum eða orkuformum. Þar á meðal má nefna stöðuorku, hreyfiorku, raforku, spennuorku, varmaorku, efnaorku og kjarnorku. Sambandið á milli krafts og orku...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?
Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...
Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...
Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?
Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að...
Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?
Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og ...
Hvar fundust öll íslensku handritin?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvar fundust handritin? Handritin að Íslendingasögunum? Talið er að íslensk handrit og brot úr handritum séu allt að 20.000. Þar af eru tæplega 1.400 handrit frá miðöldum, það er skrifuð um eða fyrir miðja 16. öld. Handrit og brot úr handritum frá miðöldum á norrænu eru um 860...
Hvaðan kemur nafnið Lali yfir fjall við Hafravatn?
Einnig var spurt:Hvað merkir örnefnið Lali? Þetta er heiti á fjalli við Hafravatn. Ekki er ljóst hvað örnefnið Lali merkir. Nafnið virðist vera einstakt á Íslandi og á við fell norður af Hafrahlíð við Hafravatn í Mosfellsbæ. Fjallið (og e.t.v. nafnið) virðist vera þeim sem búa í Mosfellsbæ afar kært og var ski...
Hvernig verkar sundmaginn í fiskum?
Fyrst er þess að geta að hlutur í vatni leitar niður á við ef hann er þyngri en vatnið sem hann ryður frá sér en hlutur sem er léttari en vatnið leitar upp á við. Hlutur sem hefur jafnmikinn massa og vatnið sem hann ryður frá sér er hins vegar í jafnvægi. Þetta byggist á lögmáli Arkímedesar og á einnig við um loft...
Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?
Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...
Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?
Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...
Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881
Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...
Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?
Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...
Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?
Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...
Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Enski fornleifafræðingurinn William Matthew Flinders Petrie var leiðandi í rannsóknum á fornöld Egyptalands og Palestínu í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en er best þekktur nú á dögum sem frumkvöðull í beitingu vísindalegra vinnubragða við uppgröft og greiningu forngripa. Flinders Petrie fæddist í Kent á...