Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3333 svör fundust
Í hvaða lurg á ég að taka?
Orðið lurgur merkir ‘þykkt hár, hárbrúskur’. Orðasambandið að taka í lurginn á einhverjum merkir því orðrétt ‘að rífa í hárið á e-m’ en er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að jafna um við einhvern, taka einhvern til bæna. Hér tekur annar grænklæddi rugbyleikmaðurinn bókstaflega í lurginn á þeim bláklædda og...
Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?
Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...
Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?
Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...
Hvenær var þverflautan fundin upp?
Þverflauta er tréblásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Fyrsta þverflautan sem fundist hafa heimildir um er kínversk chi-flauta, sem talið er að menn hafi leikið á snemma á 9. öld f.Kr., fyrir næstum því 3000 árum. Hindúaguðinn Krishna er gjarnan sýndur með þv...
Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?
Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðe...
Hver fann upp plásturinn?
Plástur sem margir þekkja undir heitinu Band-Aid var fundinn upp árið 1920. Bandaríkjamennirnir Thomas Anderson og Earle Dickson þróuðu hann handa eiginkonu Dicksons. Hún átti það til að skera sig við eldamennsku og með plástrinum gat hún lokað litlum sárum án aðstoðar. Dickson vann sem bómullarkaupmaður hjá ba...
Hvernig byrjaði gosið í Geldingadölum og hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Gosið sem hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga er gott dæmi um það að vísindamenn geta stundum sagt fyrir um eldgos að sumu leyti en ekki öllu. Fimmtán mánuðum fyrir upphaf gossins byrjaði mikil skjálftavirkni á vestanverðum Reykjanesskaga og einnig sáust merki um kvikuinnskot, meðal annars með...
Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?
Lagið sem flestir kannast við undir heitinu Skín í rauðar skotthúfur er franskt þjóðlag. Í Frakklandi er það þekkt undir heitinu Allons, bergers, partons tous eða Quand Dieu naquit à Noël. Íslenski textinn er eftir Friðrik Guðna Þórleifsson (1944-1992). Lagið kom fyrst út með íslenskum texta á hljómplötu Eddukó...
Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?
Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...
Þekkið þið dæmi um störf sem hafa úrelst?
Í tengslum við fjórðu iðnbyltinguna er nokkuð rætt um hvaða áhrif hún muni hafa á vinnumarkaðinn, hvaða störf verða til í framtíðinni og hvaða störf tæknin mun gera óþörf. Það er ekkert nýtt í því að störf taki breytingum, tækninýjungar og samfélagsbreytingar kalla iðulega á ný verkefni og aðra nálgun á það sem f...
Tengjast vitringarnir þrír Kaspar, Melkíor og Baltasar þrettándanum?
Í hugum margra er þrettándinn fyrst og fremst síðasti dagur jóla, dagurinn þegar jólaskrautið er tekið niður, síðasti jólasveinninn fer heim til sín og allt sem jólunum fylgir lagt til hliðar fram að næstu aðventu. Þrettándinn er hins vegar ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um al...
Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?
Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...
Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?
Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin. Mannsnaf...
Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?
Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...
Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?
Orðið banani er talið hafa borist til Evrópu með Portúgölum sem fluttu það með sér frá Gíneu á 16. öld. Þar mun það hafa verið notað í einni af mállýskum heimamanna. Sama er að segja um orðið ananas að það munu Portúgalar einnig hafa flutt með sér til Evrópu á 16. öld. Það er talið fengið úr indjánamálunum tupí og...