Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5321 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar flík er mussa og hvaðan er orðið komið?

Orðið mussa merkir annars vegar ‛tvíhneppt ytri flík karlmanns’ en hins vegar ‛heil víð (bómullar)skyrta’. Í elsta máli var um að ræða einhvers konar skyrtu sem höfð var undir brynju eða pansara. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru Eyjólfur og menn hans margir ef „Eyjólfur kom við fimmtánda mann“?

Svarið við spurningunni er: Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Í Íslenskri orðabók (2002:951) er þetta dæmi tekið undir flettunni maður: við þriðja (tólfta ...) mann þ.e. þrír (tólf ...) saman Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Heimild: Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbæt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi

Það fer eftir seigju jarðmöttulsins á hverjum stað hversu hratt yfirborð landsins svarar álagsbreytingum. Seigja er mæld með einingunni poise (P) en SI-einingin er pascal-sekúnda (Pa-s), skilgreind þannig: ef fljótandi efni með seigjuna ein Pa-s er sett milli tveggja platna og annarri plötunni ýtt til hliðar með k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort bráðnar snjór og ís betur í roki og rigningu eða roki og sterku sólskini?

Til að geta svarað þessari spurningu þarf helst að vita fleira. Hver er forsaga snævarins, er hann nýr eða gamall, hreinn eða skítugur? Hver er lofthitinn, er hiti ofan eða neðan frostmarks? Hvert er rakastigið, er loftið ofan snævarins þurrt eða rakamettað? Hvaða árstíð er, hversu hátt er sól á lofti, hversu lang...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?

Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga Tyrkjaveldis?

Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?

Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconHeimspeki

Hvað er þekking?

Ef þekkingarfræðingum tækist að finna einfalt og þægilegt svar við þessari spurningu yrðu mikil hátíðahöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi. Hér verður stiklað á stóru um ýmis afbrigði spurningarinnar og nokkrar tilraunir til svara. Þessu svari er engan veginn ætlað að gera spurningunni full skil og lesendu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?

Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...

category-iconFélagsvísindi

Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?

Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...

category-iconSálfræði

Hver eru einkenni meðvirkni?

Enginn veit með vissu hvaðan hugtakið meðvirkni (e. codependence) kemur. Flestir telja að það eigi rætur að rekja til enska hugtaksins co-alcoholic. Einkenni hins meðvirka voru í upphafi rakin til streitunnar sem fólk upplifir við að búa með alkóhólista eða fíkli. Það kom í ljós að þegar alkóhólistinn hætti að dre...

category-iconHugvísindi

Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?

Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?

Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...

Fleiri niðurstöður