Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7384 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá selir í lit?

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?

Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju?

Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...

category-iconHeimspeki

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?

Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að mannes...

category-iconSálfræði

Hvar í heilanum er meðvitundin?

Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?

Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?

Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?

Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?

Í heild hljóðar spurningin svona:Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma? „Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi te...

category-iconHagfræði

Væri hægt að einkavæða þjóðkirkjuna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Væri hægt að einkavæða þjóðkirkjuna á sama hátt og talað hefur verið um að einkavæða heilbrigðiskerfið? Ekki er ljóst af spurningunni hvaða skilning fyrirspyrjandi leggur í hugtakið einkavæðing nema hvað vísað er til umræðu um að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þegar einkavæðing ...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?

Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver var Jóhannes Kepler?

Þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fæddist í borginni Weil der Stadt skammt frá Stuttgart í Þýskalandi þann 27. desember árið 1571 klukkan 2:30 eftir hádegi eftir meðgöngu sem tók 224 daga, 9 klukkustundir og 53 mínútur samkvæmt útreikningum hans sjálfs. Ævi hans var sorgarsaga í öllu sem kallast ytri a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?

Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa?

Krókurinn sem vex upp úr neðri skolti á karlfiskum laxfiska, hængunum, er merki um karlmennsku þeirra. Krókurinn er notaður til að kyngreina lax en erfitt getur verið að kyngreina smáan nýgenginn lax (1-1,5 kg) því þá er goggurinn lítill. Krókurinn fer stækkandi í hlutfalli við stærð laxins. Þegar haustar og ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með orðinu gossúlur en ætla má að orðið eigi við um gjósandi gíg og þá að átt sévið stöðuga súlu upp úr honum. Þetta getur gerst í tvenns konar eldgosum, annars vegar ef basísk kvika á í hlut og hins vegar þegar kvikan er súr. Hvort tilvik hefur hlotið sér nafn. Í þeim ...

Fleiri niðurstöður